Atvinnumálanefnd

30. fundur 10. desember 2006 kl. 20:25 - 20:25 Eldri-fundur

30. fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar mánudaginn 8. ágúst 2005 

á fundinn mættu Jón Jónsson formaður, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir og Vaka Jónsdóttir úr atvinnumálanefnd auk Bjarna Kristinssonar, dýraeftirlitsmanns.  Birgir Arason boðaði forföll.


Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá:
1. Fjallskil; göngur, undanþága frá fjallskilum, Djúpidalur, smalafélag og erindisbréf gangnaforingja.
2. Fundartímar fram að áramótum, opnir fundir.
3. önnur mál, s.s. girðingar, réttir o.fl.
Sigríður vék af fundi við umfjöllun samnings um gangnamál og fjallskil fremst í firðinum.1. Fjallskil
Opinberir gangnadagar verða auglýstir hér í sveit 10. og 11. september (1. göngur) og 24. og 25. september (2. göngur).  Fnjóskdælingar hafa ákveðið að smala hjá sér heimalönd 10. september en þau liggja m.a. að hluta afréttar hér.  Komi óskir um smölun á öðrum tímum og eining er um smölunina á afmörkuðum svæðum leggst nefndin ekki gegn því. 
ákveðið hefur verið að halda fund með Djúpdælingum þar sem óskað yrði eftir hugmyndum frá þeim er varða fjallskil á því svæði.  þar er vonast til að samkomulag náist um tilhögun og fyrirkomulag gangna á svæðinu.
 Sjö umsóknir hafa borist til nefndarinnar vegna undanþágu á fjallskilum.  Umsækjendur eru (fjöldi kinda innan sviga) Egill á Syðri Varðgjá (10), Ingibjörg í Gnúpufelli (13), ármann á Skáldsstöðum (20), Guðrún í Hlíðarhaga (88), Hjörtur í Víðigerði (25), Daníel á Helgastöðum (23) og Félagsbúið í Bringu (83).  Alls eru þetta 262 kindur eða um 5% af heildinni.  í fyrra var veittur afsláttur af hálfu. ákveðið var að veita fullan afslátt af álagningu fjár fyrir árið 2005.  
 Samningur um haustsmölun fremst í Eyjafirði, Sigríður Bjarnardóttir vék af fundinum við umræðu og afgreiðslu og ritaði Páll Snorrason umfjöllun og bókun um þennan lið.  Atvinnumálanefnd leggur til að fyrirkomulag nú í haust verði með sama hætti og haustið 2004, en unnið verði að því að endurskoða núverandi samning  og/eða stækka upprekstrarfélagið og að niðurstaða liggi fyrir sumarið 2006.

 Ekki þykir ástæða til stórvægilegra breytinga á erindisbréfi gangnaforingja frá 2002.  Breytingar hafa orðið á nafngiftum, atvinnumálanefnd fer nú með fjallskil en ekki fjallskilanefnd og búfjáreftirlitsmaður er orðinn dýraeftirlitsmaður.  Auk þess má minna gangnaforingja á að kynna sér verklagsreglu nefndarinnar A060 um fjallskil til viðbótar þegar upptöldu efni, skv. grein 2.  Bjarna var falið að senda viðkomandi gögn til nýrra gangnaforingja og öllum gangnaforingjum verklagsregluna sem ekki hefur verið send út áður. 


2. Fundartímar
ákveðið var að hafa næstu fundi nefndarinnar þriðjudaginn 20. september, miðvikudaginn 19. október, fimmtudaginn 17. nóvember og mánudaginn 12. desember.  Fyrirhugað er að hafa október- og nóvemberfundina opna fyrir áhugasama og fjalla um fjallskilamál í október og atvinnumál í nóvember. 


3. önnur mál
Bjarni hefur gengið með ákveðnum fjallsgirðingum og honum var falið að gera athugasemdir þar sem þurfa þykir.
Engar stórar framkvæmdir liggja fyrir sem varða réttir í sveitarfélaginu í ár.  Verið er að skoða breytt fyrirkomulag smölunar úr Sölvadal og í því framhaldi liggur fyrir að endurskoða Vatnsendarétt.
Jón fór á kynningarfund um uppbyggingu Melgerðismela en mikill áhugi er á að koma þar upp atvinnuskapandi starfsemi.  Jákvæð umræða spannst um að styðja ýmsar hugmyndir í heild sinni fyrir sveitarfélagið og reyna m.a. að nýta þekkingu fulltrúa Atvinnuþróunarfélagsins til nánari útfærslu.   Fundi slitið kl.22.30.  SB ritari

Getum við bætt efni síðunnar?