Atvinnumálanefnd

51. fundur 18. desember 2007 kl. 10:13 - 10:13 Eldri-fundur
Atvinnumálanefnd hélt síðasta fund ársins 2007, þann 12. 12. kl. 12:00 og var fundurinn haldinn á veitingastaðnum Greifanum.
Mættir voru: Benjamín Baldursson, Orri óttarsson, Birgir Arason, Bryndís Símonardóttir, Helgi örlygsson staðgengill Dórótheu og Stefán árnason, sem mætti að ósk nefndarinnr vegna 4. dagskrárliðar.

Dagskrá:

1. Erindi Ingibjargar Bjarnadóttur varðandi niðurfellingu fjallskilagjalds.
Erindi I.B. er synjað að sinni og skal þar farið að vinnureglum um fjallskil. Atvinnumálanefnd er hins vegar að fara í endurskoðun þessara mála á nýju ári og munu erindi af þessu tagi þá verða skoðuð með tilliti til niðurfellingar, ef ástæða er talin til.

2. Erindi Dýralæknafélags íslands um styrk til stofnunar örmerkjagagnagrunns gæludýra.
Erindinu er hafnað.

3. Svar RARIK við þrífösun stofnlína.
Til umræðu upplýsingar um stöðu rafmagnsmála í sveitinni. Atvinnumálanefnd leggur áherslu á að lögð verði 3ja fasa raflína strax á þau svæði sem ekki hafa það nú þegar.

4. Fjárhagsáætlun atvinnumálanefndar 2008.
Stefán árnason kynnti drög að fjárhagsáætlun atvinnumálanefndar og var hún samþykkt.

5. önnur mál:
a) Almennt rabb um atvinnumál og stöðu þeirra í sveitarfélaginu.
b) Nefndin leggur til að heimilt verði að hafa hross á afrétti til 10. janúar ef veður og hagi leyfir. þetta er gert vegna slysahættu sem skapast af flugeldum um áramót og á þrettándanum.
c) Stefán sagði frá nýrri skjalavörslu sem sveitarfélagið tekur í notkun um áramót.


Ekki fleira tekið fyrir. Fundi slitið kl. 14:10. BS.

Sign.
Benjamín Baldursson,
Orri óttarsson,
Birgir Arason,
Helgi örlygsson og
Bryndís Símonardóttir.
Getum við bætt efni síðunnar?