Atvinnumálanefnd

35. fundur 10. desember 2006 kl. 20:28 - 20:28 Eldri-fundur

35. fundur Atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar í Lindinni, Akureyri, mánudaginn 12. desember 2005 kl. 11.30

á fundinn mættu Jón Jónsson, Birgir Arason, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir og Vaka Jónsdóttir frá atvinnumálanefnd auk Bjarna Kristinssonar, búfjáreftirlits-manns.

Fyrir fundinum lá eftirfarandi:

1) Fundargerðir opnu fundanna.
Páll hafði ritað fundargerð fyrri fundarins og Sigríður þá seinni eftir punktum frá Birgi Arasyni og voru þær fundargerðir samþykktar athugasemdalaust.


2) Fjárhagsáætlun ásamt starfsáætlun 2006.
Lokaumsögn nefndarfólks vegna fjárhagsáætlunar ásamt starfsáætlun nefndarinnar fyrir næsta ár. Jón lagði lokadrög áætlunar fyrir nefndarfólk og kynnti einstaka liði eftir því sem spurt og fjallað var um.  Hún var samþykkt og honum falið að skila áætluninni.


3) Erindi Sveins Bjarnasonar, Brúarlandi. 
Sveinn Bjarnason, Brúarlandi, hafði óskað eftir undanþágu álagningar jarðar vegna fjallskila.  Til er samningur um að Brúarland eigi tiltekinn upprekstrarrétt á afrétt og samþykkt var að fella álagningu landverðs niður með fyrirvara um að upprekstrar-rétturinn hvíli ekki lengur á jörðinni.  Bjarna var falið að sjá um að svara Sveini.


4) önnur mál.

áætlaðir fundir nefndarinnar á næsta ári eru miðvikudagurinn 25. janúar, fimmtudagurinn 23. febrúar, mánudagurinn 20. mars, miðvikudagurinn 26. apríl og fimmtudagurinn 18. maí.  Janúar- og marsfundirnir eru fyrirhugaðir með þátttöku fulltrúa frá AFE.


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 13.00
Sigríður Bjarnadóttir ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni síðunnar?