Atvinnumálanefnd

52. fundur 12. febrúar 2008 kl. 10:39 - 10:39 Eldri-fundur

52. fundur Atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, mánudaginn 4. febrúar 2008 og hófst hann kl. 13:00.

Fundinn sátu:
Benjamín Baldursson, Dórothea Jónsdóttir, Bryndís Símonardóttir, Birgir H. Arason, Orri óttarsson,

Fundargerð ritaði:  Dóróthea Jónsdóttir


Dagskrá:

1.    0801025 - Hugmynd að stofnun íþróttaskóla í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Umræða skapaðist um nýtingu heimavistarhúss í tengslum við hugmynd um íþróttaskóla. Við fögnum góðum hugmyndum hjá nýjum íþrótta- og tómstundafulltrúa og styðjum þær heilshugar. Nefndin bendir á mikilvægi þess að vinnuhópur um nýtingu á lóð Hrafnagilsskóla skili af sér sem fyrst og skoði þessa hugmynd inní framtíðarskipulag.

2.    0802014 - Ferðamál - Umræður á 52. fundi Atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
Atvinnumálanefnd telur mikilvægt að heildarsýn yfir merkingar áninga- og /sögustaða liggi fyrir áður en haldið er af stað í framkvæmdir. Bryndís og Dóróthea taka málin í sínar hendur og munu koma með tillögur sem fyrst.

3.    0802015 - Girðingar - Umræður á 52. fundi Atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
Atvinnumálanefnd leggur til að ráðinn verði maður til að fara með fjallgirðingum. Byrjað verði þar sem vandamál hafa komið upp undanfarin sumur.

4.    0802016 - ísland atvinnulíf og menning - Umræður á 52. fundi Atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
Nefndin leggur til að skoðuð verði kaup á opnu í ritinu.

5.    0802017 - Sameiginlegur fundur atvinnumála-, skipulags- og umhverfisnefnda
Fyrirhugað er að halda fund með Umhverfis- og Skipulagsnefndum sveitarinnar miðvikudaginn 5.mars klukkan 20.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   15:00
Getum við bætt efni síðunnar?