Atvinnumálanefnd

36. fundur 10. desember 2006 kl. 20:28 - 20:28 Eldri-fundur

36. fundur atvinnumálanefndar í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi
 miðvikudaginn 25. janúar 2005 kl. 20:00.

Mætt voru Birgir Arason, Jón Jónsson, Rósa Hreinsdóttir, Páll Snorrason og Vaka Jónsdóttir.

Dagskrá:
1.  Fréttir frá AFE
Magnús ásgeirsson kom á fundinn og kynnti þau mál sem hafa verið hafa í vinnslu á starfssvæði félagsins að undanförnu m.a. beinar siglingar og flug frá Akureyri til útlanda.  Rætt hvort hægt að efla ferðaþjónustu, þar á meðal hér í sveitarfélaginu, í sambandi við nýja flugleið.  þá var minnt á að AFE er ávallt tilbúið að aðstoða einstakling og félög í sambandi við nýjar hugmyndir og/eða uppbyggingu í atvinnulífinu.


2.  Factum ráðgjöf og fyrirtækjamiðlun, kynning
Halldór R. Gíslason kynnti fyrirtækið, en það var stofnað var seint á síðasta ári. Félagið býður þjónustu við að leit að fyrirtækum, tilboðsgerð, samninga, mat á fyrirhugaðri fjárfestingu og aðstoð við leit að fjármögnun.  þetta opnar leið fyrir fólk til að kaupa eða kaupa sig inní fyrirtæki sem eru í rekstri.


3.  önnu mál
Borist hafa kvartanir vegna gjalds sem lagt var á vegna hundahalds.  Auglýst verður í næsta dreifibréfi rökin fyrir því að ákveðið var að leggja gjald á hvern skráðan hund hér í sveitarfélaginu.
 Lagt var fram minnisblað um eyðingu minks.  þar kemur m.a. fram að umhverfis-ráðuneytið hefur ákveðið að leggja fram í ár og á næstu tveimur árum aukið fjármagn til þessa verkefnis, á þremur sérstaklega völdum svæðum.  Atvinnumálanefnd felur sveitarstjóra að hafa samband við sveitarfélögin í nágreninu til þess að vinna að framgangi málsins og leggja síðan fyrir næsta fund nefndarinnar niðurstöðu úr þeirri vinnu.


Engin önnur mál tekin fyrir og fundi slitið kl. 22:20


Páll Snorrason ritaði fundargerð

Getum við bætt efni síðunnar?