Atvinnumálanefnd

54. fundur 06. mars 2008 kl. 11:31 - 11:31 Eldri-fundur
Sameiginlegur fundur sem Atvinnumálanefnd bauð til
Til fundar mættu : Atvinnumála-, Umhverfis- og Skipulagsnefndir sem haldinn var á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar þann 5.mars 2008.

Mættir voru eftirtaldir: Benjamín Baldursson, Orri óttarsson, Birgir Arason, Dóróthea Jónsdóttir ritari, Brynhildur Bjarnadóttir, Valgerður Jónsdóttir, Arnar árnason, Einar Grétar Jóhannsson, Karel Rafnsson, óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir.

Benjamín setti fundinn kl. 20:00.

Dagskrá:

1. Menningartengd ferðaþjónusta.
Lagt var fram vinnuplagg er varðar menningartengda ferðaþjónustu sem Bryndís Símonardóttir og Dóróthea Jónsdóttir unnu meðal annars með Birgi þórðarsyni. þar komu fram tillögur og punktar um það sem markvert telst, ásamt mögulegum sögumerkingum og kynningu á sveitinni sem æskilegt væri að sérstök nefnd myndi vinna áfram. Fundurinn leggur til að sveitarstjórn beini því til eftirfarandi nefnda að skipa einn aðila frá hverri nefnd til vinnuhóps um stefnumótun og kynningu í Eyjafjarðarsveit. Umhverfisnefnd – Skipulagsnefnd - Menningarmálanefnd – Atvinnumálanefnd - íþrótta- og tómstundanefnd.
Mikil umræða hófst um heimasíðu sveitarinnar og fundurinn var sammála um að nýta þyrfti þennan upplýsingamiðil betur með fréttum og áhugaverðum molum. Heimsóknir á heimasíðu sveitarinnar hafa verið yfir 1100 pr. mánuð það sem af er árinu 2008. Hugarflug skilaði góðum hugmyndum eins og „örnefni vikunnar“ + „Pistill vikunnar“ +“Tenging við atvinnustarfsemi með einhverju sem héti Fyrirtæki mánaðarins“ – æskilegt væri að ráða aðila til umsjónar og fréttaöflunar innan sveitar.

2. Landrými undir atvinnustarfsemi.
Lengi var til á skipulagi sérstakt landrými fyrir atvinnustarfsemi í Reykárhverfi. Hins vegar var ekki eftirspurn eftir því rými og í dag hafa verið skipulagðar íbúðarlóðir þar. Eyjafjarðarsveit þyrfti að móta stefnu um það hvaða atvinnustarfsemi teljist fýsilegt að laða að. Sem dæmi væri gott ef Atvinnumálanefnd myndi kalla eftir kynningu á Beint frá býli verkefninu sem fyrst.

3. Umgengni í sveitinni.
Nefndarmenn Umhverfis- og Atvinnumálanefndar voru sammála um að auglýsa saman átak í tiltekt og stríð gegn njóla og skógarkerfli.

Að lokum þá voru nefndarmenn sammála um að fundurinn hafi verið mjög gagnlegur og nauðsynlegt er fyrir nefndir að hittast reglulega.


Fundi slitið klukkan 22:00/ DJ
Getum við bætt efni síðunnar?