Atvinnumálanefnd

37. fundur 10. desember 2006 kl. 20:28 - 20:28 Eldri-fundur

37. fundur Atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn á skrifstofu sveitarinnar, Syðra Laugalandi, mánudaginn 20. mars 2006 kl. 20.30

á fundinn mættu Jón Jónsson, Birgir Arason, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir og Vaka Jónsdóttir frá Atvinnumálanefnd og Bjarni Kristinsson, dýraeftirlitsmaður.

Fyrir fundinum lá eftirfarandi:

1. Skýrsla dýraeftirlitsmanns.
Bjarni hefur kannað hug fólks fremra er varðar að koma upp nýrri rétt í stað Vatnsendaréttar.  í kjölfarið er stefnt á að flytja efni úr gömlu Reykárréttinni á næstu dögum frameftir.  í fjárhagsáætlun eru eyrnamerktir peningar ætlaðir til að koma á móts við byggingu nýrrar réttar.  Bjarna var falið að sjá til þess að efnið kæmist á áfangastað og ræða á hvaða hátt væri helst að koma uppbyggingu réttarinnar.  
Flestir hundar hafa nú verið hreinsaðir í sveitarfélaginu.  Eitthvað hefur borið á því að dýralæknar hafa ekki skilað inn vottorði um hreinsunina.  Dýralæknar eiga jafnframt að skila þar til gerðu vottorði um örmerkingu hunda þegar þeir örmerkja þá og Bjarni sagði þó nokkuð af skráningum hafa borist inn á borð.
Búið er að semja við Hannes Haraldsson og Björn Stefánsson að sjá um refa- og minkaveiðar í sveitarfélaginu í ár og hafa á svipuðum nótum eins og verið hefur.  Um 50-60 minkar hafa veiðst árlega en meiri sveiflur hafa verið í refaveiðinni og um helmingi færri refir veiddust í fyrra en oft áður. 
Farið var í eftirleitir í Sölvadal og æsustaðatungur seinni partinn í febrúar.  Sex kindur náðust, þar af ein alveg útigengin með lamb með sér.  Eftir urðu þrír, a.m.k. tveggja vetar hrútar, ómarkaðir.  Tveimur dögum síðar náðist einn þeirra en hinir eru eftir.  Bjarna var falið að gera út leiðangur og nálgast þá !  Rætt var um eftirleitir og vandamál tengd útilegukindum en í erindisbréfi gangnaforingja er skipulag eftirleita í þeirra höndum sem síðan skal vera í samráði við Bjarna dýraeftirlitsmann. 


2. önnur mál.
Umræða kom upp um áhyggjur af hundum og köttum sem virðast geta nálgast sláturúrgang víða.  Nefndarfólk beinir því til umhverfisnefndar að vekja athygli fólks á þessum málum svo gengið sé frá úrgangi á þar til gerðan hátt.
Fyrir liggur að nefndin skili af sér ársskýrslu árið 2005 á svipuðum nótum og fyrir árið 2004 en styttri.  Bjarna var falið að hafa umsjón með henni í samráði við Sigríði.


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21.30.  / SB

Getum við bætt efni síðunnar?