Atvinnumálanefnd

38. fundur 10. desember 2006 kl. 20:29 - 20:29 Eldri-fundur

38. fundur Atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn á skrifstofu sveitarinnar, Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 18. maí 2006 kl. 20.00.

á fundinn mættu Jón Jónsson, Birgir Arason, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir og Vaka Jónsdóttir frá Atvinnumálanefnd og Bjarni Kristinsson, dýraeftirlitsmaður.

Fyrir fundinum lá eftirfarandi:

1. Skýrsla dýraeftirlitsmanns.
Veiðistjóraembættið stefnir á að standa fyrir stórátaki um minkaveiði.  Væntanlega verður ekki að framkvæmdinni fyrr en á næsta ári því óljóst er hvaða svæði verða tekin fyrir hverju sinni og hver svæðamörkin verða.  Búið er að fá Hannes Haraldsson og Björn Stefánsson til að taka að sér minkaveiðar og refavinnslu í vor hér í sveit.

2. þverárrétt.
Hross á vegum landeiganda hafa verið við réttina og réttarhólfið í vetur og náð að naga þar timbur og skemma.  Nefndarfólk felur Jóni og Bjarna sveitarstjóra að kanna hvaða leiðir eru færar til að koma í veg fyrir slíkt.

3. önnur mál.
Jón fór á fund sem haldinn var á Akureyri 5. apríl s.l. og kynnti stöðu Vaxtarsamnings Eyjafjarðar.  Mikil ánægja er orðin með samninginn vegna þess að fleiri fyrirtæki hafa smátt og smátt komið að honum og eru virk.  Nokkurn tíma hefur tekið að byggja upp samstarfið og flestir sammála um nauðsyn þess að fá áframhald á honum en hann er til ársins 2007.Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21.00.  / SB

Getum við bætt efni síðunnar?