Atvinnumálanefnd

40. fundur 10. desember 2006 kl. 20:30 - 20:30 Eldri-fundur

40. fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn á skrifstofu sveitarinnar, Syðra Laugalandi, föstudaginn 29. september 2006 kl. 12.00.

á fundinn mættu Benjamín Baldursson,  Birgir Arason, Orri óttarsson og Níels Helgason sem varamaður fyrir Bryndísi Símonardóttur. Dóróthea Jónsdóttir boðaði forföll það seint að ekki var unnt að boða varamann. Bjarni Kristinsson, dýraeftirlitsmaður sat fundinn.

Dagskrá:

1. Fjallskil.
Bjarni fór yfir fjallskilamálin og sagði að göngur hefðu yfirleitt gengið vel nema á þverárdal og æsustaðatungum.
Hann var með óformlegt erindi frá Stefáni Erlingssyni á Króksstöðum þar sem Stefán kvartar yfir mótorhjólamönnum á reiðveginum upp á Vaðlaheiði um Bíldsárskarð.
Nefndinni barst bréf frá íbúa í sveitinni þar sem kvartað er yfir miklum fjárfjölda á og við vegi. Mælst er til að viðkomandi aðilum verði sent bréf á vordögum og þeir á- myntir um að gera við fjallsgirðingar.


2. Atvinnumálaumræða.
þá var rætt um atvinnumálin og komið víða við. Svo sem opnunartíma á nýrri sundlaug, íþróttavöll sem ekki hefur verið kláraður ennþá og hvernig ferðaþjónusta í sveitarfélaginu þróast í sambandi við þessi mannvirki.
Birgir ræddi rafmagnsmálin í syðsta hluta sveitarinnar og minnti á að þar er ekki þriggja fasa rafmagn og voru nefndarmenn sammála að það stæði bændum á því svæði verulega fyrir þrifum


3. önnur mál.
önnur mál:
Orri vakti máls á því hvort hægt væri að byggja eða kaupa færanlegt hús til refaveiða.
Málið rætt nokkuð án þess að niðurstaða fengist.
Bjarni greindi frá því að á döfinni væri sérstakt minnkaveiðiátak hér í sveit í samvinnu við Veiðistjóraembættið.

Fleira ekki rætt og fundi slitið 14.30. / B.B.

Getum við bætt efni síðunnar?