Atvinnumálanefnd

65. fundur 27. maí 2009 kl. 09:02 - 09:02 Eldri-fundur
65. fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, mánudaginn 25. maí 2009 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Benjamín Baldursson, Dórothea Jónsdóttir, Bryndís Símonardóttir, Birgir H. Arason, Orri óttarsson,

Fundargerð ritaði:  Dóróthea Jónsdóttir , ritari


Dagskrá:

1.    0904007 - Fjallskilamál vor 2009
Atvinnumálanefnd heimilar sleppingar á fé á afrétt þann 13.júní og hrossum þann 20.júní.



2.    0903001 - Sögugarður í Eyjafjarðarsveit
á 63.fundi Atvinnumálanefndar þann 6.mars kynnti Logi óttarsson hugmyndir um Sögugarð á Melgerðismelum. Formaður nefndar leitaði álits framkv.stj. AFE sem taldi þetta verkefni gott en benti á að í árferði þjóðfélagsins í dag væri erfitt að fjármagna ný verkefni.



3.    0905014 - Refaveiði 2009
a. Ragnar ólafsson í Háuborg og félagi hans Karl Jónsson á Akureyri hafa lagt að velli 5 tófur og 6 rakka síðastliðna mánuði.
b. Ein umsókn barst um leyfi til grenjavinnslu frá Gissuri Haukssyni á Akureyri. Nefndin vísar umsókninni til skrifstofustjóra.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.  
Getum við bætt efni síðunnar?