Byggingarnefnd

82. fundur 08. júlí 2011 kl. 15:59 - 15:59 Eldri-fundur

árið 2011, þriðjudaginn 5. júlí, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis saman til 82. fundar að óseyri 2, Akureyri. Formaður árni Kristjánsson, setti fundinn.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:

1. Kjarnafæði hf, Fjölnisgötu 1 b, Akureyri, sækir um leyfi fyrir stækkun á húsnæði fyritækisins á Svalbarðseyri, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni-&verkfræðiþjónustu. Hús nr. 5 og 6 verða stækkuð um 8 metra til austurs og við vesturhlið verður komið fyrir færanlegum starfsmannagámum til bráðabirgða, þar sem verður inngangur og búningsaðstaða.
Byggingarnefnd samþykkir viðbyggingar við hús nr. 5 og 6. Starfsmannagáma við vesturhlið samþykktir til tveggja ára.

2. Sigrún H. Sigfússdóttir, Klettaborg 12, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að byggja sumarhús á lóð úr landi Geldingsár, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Mannvit verkfræðistofu, dags. 9. júní 2011, verk nr. 3.141.255.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

3. Múlan ehf, Aðalstræti 66 a, Akureyri, sækir um leyfi fyrir geymsluskúr á sumarhúsalóð nr. 16 í Vaðlaborgum, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Teikn á lofti, dags. 8. júní 2011.
Byggingarnefnd telur þau áform sem teikningin sýnir fari vel á þessum stað, enda skúrinn aðlagaður útliti hússins. En þar sem ekki er gert ráð fyrir nema einu húsi á lóðinni í skipulagsskilmálum vísar nefndin umsóknaraðila til sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps um frekari afgreiðslu á málinu.

4. Gunnar Tryggvason, Strandgötu 19 b, Akureyri, sækir um leyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 10 í Vaðlabrekku, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Sigurbergi árnasyni, dags. 1. júlí 2011.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

5. Skúli Bjarnason, Funafoldi 52, Reykjavík, sækir um leyfi fyrir 20 fermetra vinnuskúr á íbúðarhúsalóðinni Vogar 8, Eyjafjarðarsveit. Meðfylgjandi eru teikningar frá umsækjanda af skúrnum.
Byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi í 2 ár.

6. Sigríður Gunnarsdóttir, þrastarnesi 8, Garðabæ, sækir um leyfi fyrir að byggja 10 fermetra garðskála að Fosslandi 2, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá innflutningsaðila.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

7. Halla Sveinsdóttir, Kotárgerði 28, Akureyri, sækir um leyfi fyrir hjólhýsi á landspildu sem heitir Baldurshagi úr jörðinni öngulsstöðum, Eyjafjarðrsveit. Erindinu fylgir afstöðumynd.
Byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi í 1ár.

8. Sigurgeir B. Hreinsson, Hríshóli, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir að byggja flatgryfjur á Hríshóli, samkvæmt teikningum frá Magnúsi Sigsteinssyni, verk nr. 1038-30.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

9. ólafur G. Vagnsson, Hlébergi, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir að byggja gróðurhús að Hlébergi, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Magnúsi Sigsteinssyni, dags.25. maí 2011.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

10. Guðmundur H. Gunnarsson, Möðruvöllum 5, Hörgársveit, sækir um leyfi fyrir sólskála og heitum potti við íbúðarhúsið að Möðruvöllum 5, samkvæmt ófullgerðum teikningum frá Opus teikni-&verkfræðistofu.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en skila þarf inn fullunnum teikningum.


11. þ. Arnórsson, Jörfabyggð 10, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að byggja hæð ofan á hluta af Hjalteyrarskóla, Hörgársveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Bjarna Reykjalín, dags. 27. maí 2011. 
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

12. Guðbjörn Axelsson, Sóltúni 7, Reykjavík, sækir um leyfi fyrir að byggja sumarhús á lóð nr. 9 við Búðagötu á Hjalteyri, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Teiknivangi, dags. júní 2011.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.20.

árni Kristjánsson  
Björn Ingason  Elmar Sigurgeirsson
Pálmi Laxdal  Jósavin Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?