Byggingarnefnd

84. fundur 25. maí 2012 kl. 12:32 - 12:32 Eldri-fundur

árið 2012, þriðjudaginn 17. apríl, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis saman til 84. fundar að óseyri 2, Akureyri. Formaður árni Kristjánsson, setti fundinn.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:

í upphafi fundar vildi byggingarfulltrúi upplýsa fundarmenn um, að á árinu 2011 hafi verið haldnir 3 byggingarnefndarfundir og afgreidd 46 erindi. Gefin voru út 42 byggingarleyfi á árinu 2011. þessar upplýsingar áttu að koma fram í skýrslu byggingarfulltrúa á jólafundi, sem halda átti 15. desember 2011, en fundurinn var afboðaður vegna veikinda byggingarfulltrúa.

1. Sænes ehf, Stórasvæði 8, Grenivík, sækir um leyfi fyrir uppbyggingu á gámavelli fyrir úrgang á svæði sunnan við malarvöll Magna á Grenivík. Meðfylgjandi er afstöðuteikning eftir ásmund Sigvaldason, dags. 29.09.2011, sem sýnir fyrirkomulag á svæðinu.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

2. þórður ólafsson, Höfðagötu 8, Grenivík, f.h. Elínu þH-82, sækir um leyfi fyrir 40 feta geymslugámi við gamla sláturhúsið á Grenivík. Fram kemur í umsókninni, að munnlegt leyfi frá sveitarstjóra Grýtubakkahrepps sé fyrir staðsetningunni.
Byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi í eitt ár.

3. Helguhóll ehf, Nesi, Grýtubakkahreppi, sækir um leyfi fyrir að byggja færanlegt starfsmannahús á jörðinni Nesi, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Opus teikni-& verkfræðistofu, dags. 13.12.2011, verk nr. 111001.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

4. Benedikt Sveinsson, ártúni, Grýtubakkahreppi, sækir um leyfi fyrir frístundahúsi á jörðinni ártúni, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá teiknistofunni Mannvit, dags. 27.02.2012, verk nr. 3.141.257.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

5. Benedikt Sveinsson, ártúni, Grýtubakkahreppi, sækir um leyfi fyrir breytingum og viðbyggingu við útihús á jörðinni ártúni, en byggingarnar á að nota vegna ferðaþjónustu sem verið er að byggja upp á jörðinni. Meðfylgjandi eru teikningar frá Opus ehf teikni-& verkfræðistofu, dags. 18.03.2012, verk nr. 040405.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

6. Kjarnafæði hf, Fjölnisgötu 1b, Akureyri, sækir um leyfi fyrir stækkun á húsnæði fyrirtækisins á Svalbarðseyri. Hús nr. 8 móttaka o.fl. verður stækkað um 8 metra til austurs. Meðfylgjandi teikningar eru frá Opus teikni-& verkfræðistofu, dags. 06.03.2012, verk nr. 051001.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, með fyrirvara um samþykki skipulagsyfirvalda og annara umsagnaraðila er málið varðar.

7. Byggingarfulltrúi leggur fram til kynningar teikningar sem hann samþykkti 25. október 2011 frá Stefáni B. Sigurðssyni, Lækjarbakka, Dalvíkurbyggð, af einbýlishúsi sem er í byggingu að Vaðlabrekku 5, Svalbarðsstrandarhreppi. Teikningarnar eru eftir Helga Vigni Bragason, dags. 02.10.2011, verk nr. V-1102.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við framlagðar teikningar.

8. Leó Fossberg Júlíusson, Lerkilundi 31, Akureyri, sækir um leyfi fyrir orlofshúsi að Vaðlaborgum 20, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Kollgátu, dags. 20.01.2012
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

9. Garðsbúið ehf, Garði, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir að breyta mjólkurhúsi, sem er við eldra fjós á jörðinni Garði í kjötvinnslu, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá ívari Ragnarssyni, dags. 08.02.2012, verk nr. 11-101.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10. Jóhannes Geir Sigurgeirsson öngulsstöðum I, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir breytingum og endurbyggingu á gamla bænum á jörðinni öngulsstöðum I, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Sigríði Sigþórsdóttur, dags. 6. apríl 2012, verk nr. 849.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

11. Krístín Kolbeinsdóttir og Grettir Hjörleifsson, sækja um leyfi fyrir breytingum á neðri hæð húsnæðis gamla barnaskólans (sveitarstjórnarskrifstofur) að Syðra-Laugalandi efra, setja 2 glugga á norðurstafn og breyta innréttingum þar sem fyrirhugað er að reka veitingastað. Meðfylgjandi er grunnplansteikning af hæðinni eftir Kristinn Magnússon.
Fyrir liggja umsagnir, heilbrigðis-vinnu- og eldvarnareftirlits.
Byggingarnefnd samþykkir erindið

12. Birgir Arason, Gullbrekku, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir að byggja vélageymslu á jörðinni Gullbrekku, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá ívari Ragnarssyni, dags. 06.02.2012, verk nr. 11-501.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

13. Arnaldur Eyfjörð Snorrason, Melateigi 17, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að byggja geymsluskúr á sumarhúsalóð á jörðinni Hleiðargarði, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá umsækjanda.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

14. Sæmundur Sigtryggsson, Merkigili, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir að byggja vélageymslu á jörðinni Merkigili, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Opus teikni-& verkfræðistofu, dags. 30.03.2012, verk nr. 120103.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

15. Benedikt Hjaltason, Melbrún 2, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir að byggja einbýlishús að Húsaflöt, sem er lóð úr jörðinni Hrafnagili, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá E G S teiknistofu, dags. 28.03.2012, verk nr. 12-008.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

16. Sigríður Pálsdóttir, Kristnesi 8, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir að byggja einbýlishús og breyta gamalli hlöðu í bílgeymslu á lóðinni Hjálmsstöðum A1, sem er á skipulögðu íbúðarsvæði úr jörðinni Reykhúsum, Eyjafjarðarsveit. Meðfylgjandi teikningar eru frá Opus teikni-& verkfræðistofu, dags. 11.11.2012, verk nr. 110501.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

17. Bragi Konráðsson, Lönguhlíð, Hörgársveit, sækir um leyfi fyrir tveimur 40 feta geymslugámum sem ætlaðir eru fyrir geymslu á korni. Gámana á að staðsetja vestan við hlöður á jörðinni Lönguhlíð.
Byggingarnefnd samþykkir leyfi fyrir gámana í 1 ár.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.45

árni Kristjánsson  Egill Bjarnason
Björn Ingason  Elmar Sigurgeirsson
Pálmi Laxdal  Jósavin Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?