Byggingarnefnd

10. fundur 28. desember 2012 kl. 10:37 - 10:37 Eldri-fundur

Jólafundur byggingarnefndar Eyjafjarðar, 10. fundur, haldinn að óseyri 2, þann 14.12.2012, kl. 11,45.
Fundarstjóri var árni  Kristjánsson og ritari þröstur Sigurðsson.

Fundarstjóri setti fundinn og bauð menn velkomna á þennan árlega jólafund nefndarinnar.  Fundarstjóri byrjaði að greina frá því að þetta yrði hans síðasti fundur í nefndinni að þessu sinni, þar sem hann muni nú í janúar flytjast til Swiss og hefja þar störf á þarlendri verkfræðistofu.  þakkaði hann byggingarfulltrúa og nefndarmönnum fyrir ánægjulegt samstarf síðastliðin 6 ár.  þá bauð fundarstjóri byggingarfulltrúa að taka til máls.

Jósavin fór í stuttu máli yfir starfsárið, en árið hafi verið með hefðbundnum hætti.  á árinu voru haldnir 3 fundir í byggingarnefnd, tekin voru fyrir 49 erindi og byggingarleyfin eru 40 talsins.  á árinu hefur verið unnið að samþykkt fyrir byggingarnefndina, þannig að starfsvið hennar verði með sama sniði og var í eldri lögum, en ný byggingarlög gera ráð fyrir að byggingarfulltrúi einn samþykki byggingarleyfi nema sveitastjórnir kveði á um annað.  Drög af þessari samþykkt liggja nú fyrir og verða þau vonandi staðfest eftir áramótin.
Hann sagðist ekki ætla að hafa pistil um starfið á árinu langan að þessu sinni, en óskaði eftir að fundarmenn ræddu sín á milli um nýju byggingarreglugerðina.

Nefndarmenn voru sammála um að þessar umfangsmiklu breytingar í nýju reglugerðinni væru keyrðar í gegn á alltof skömmum tíma.  Bæði kynningarferlið og aðlögunartíminn væri of skammur, betra hefði verið að horfa til nágrannalandanna og taka mið af reynslu þeirra þar sem sambærilegum breytingum hefði verið komið á yfir nokkurra ára tímabil.  Einnig hafi verið mjög óheppilegt að byggingarlög, byggingarreglugerð og leiðbeiningarblöð sem reglugerðin vitnar í, hafi ekki komið út á sama tíma, en það leið á annað ár á milli gildistakanna og enn eru ekki öll leiðbeiningarblöð komin út.
þau ákvæði í reglugerðinni sem kveða á um algilda hönnun muni þíða stækkun á ýmsum rýmun sem verða íþyngjandi og skerða mjög möguleikana á að byggja minni og hagkvæmari íbúðir.  Einnig er spurning hvort hertar kröfur um einangrun bygginga skili sér til baka til samfélagsins með tilliti til þeirra orkugjafa sem við búum yfir.  Aukakostnaður við þessar auknu kröfur muni væntanlega ekki skila sér að fullu til baka í sparnaði á orku.
Var það skoðun nefndarmanna að rétt væri að fresta gildistöku reglugerðarinnar og ýmiss ákvæði hennar endurskoðuð.

Að lokum þakkaði Jósavin nefndarmönnum og samstarfsaðilum fyrir gott samstarf á árinu og óskaði formanni velfarnaðar í nýju starfi.  Nefndarmenn þökkuðu samstarfið og tóku undir árnaðaróskir byggingarfulltrúa.

Formaður óskaði nefndarmönnum gleðilegra jóla, sleit fundi og bauð fundarmönnum að þiggja veitingar á veitingarstaðnum la Vita ‘e Bella.  Fundi slitið kl. 13,00.

árni Kristjánsson, Elmar Sigurgeirsson, Egill Bjarnason, Hermann Jónsson og Björn Ingason.   Jósavin Gunnarsson og þröstur Sigurðsson.

Getum við bætt efni síðunnar?