Byggingarnefnd

88. fundur 23. ágúst 2013 kl. 13:06 - 13:06 Eldri-fundur

árið 2013, þriðjudaginn 18. júní, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis saman til 88. fundar að óseyri 2, Akureyri. Formaður Hreiðar Bjarni Hreiðarsson, setti fundinn.

Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:

1. Sveinn Jóhannesson, Hóli. Grýtubakkahrepp, sækir um leyfi fyrir að rífa gömul fjárhús mhl. 04 frá 1957 og byggja ný á sama stað. Meðfylgjandi eru teikningar frá H.S.á teikninstofu, dags. 29.05.2013, verk nr. 13-1202.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

2. Kjarnafæði hf, Fjölnisgötu 1b, Akureyri, sækir um leyfi fyrir tengibyggingu milli húsa 4 og 10 (viðbygging við reykhús) í húsasamstæðu Kjarnafæðis á Svalbarðseyri. Meðfylgjandi eru teikningar frá Opus teikni-& verkfræðistofu, dags. 14.05.2013, verk nr. 051001.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

3. Rarik ohf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík, sækir um leyfi fyrir að setja upp 9.99 fermetra hús fyrir spennistöð á lóð Kjarnafæðis á Svalbarðseyri, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá H.S.á teiknistofu, dags. 05.06.2013.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

4. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, öngulsstöðum I, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir að skipta gömlum útihúsum á lóð með landnr. 219188 á öngulsstöðum I upp í þrjár eignir. Meðfylgjandi eru teikningar frá ívari Ragnarssyni, sem sýna fyrirhugaða skiptingu á eigninni, dags.10.03.2013.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

5. Kristján B. Garðarsson Tjarnartúni 15 Akureyri, sækir um leyfi fyrir að byggja sumarhús á jörðinni Gilsá II, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá MarkSTOFU ehf, Magnús H. ólafsson, dags. 26. febrúar 2013.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

6. Valur ásmundsson og Dagný Kristjánsdóttir, Hólshúsum II, Eyjafjarðarsveit, sækja um leyfi fyrir að byggja viðbyggingu við íbúðarhúsið að Hólshúsum II, bílskúr o.fl. samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá AVH teiknistofu, dags. 14.06.2013.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

7. þórhallur Arnórsson, Jörfabyggð 10, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að byggja bílageymslu á lóð Hjalteyrarskóla, Hörgársveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá teiknistofunni Kollgátu, dags. 01.06.2013.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

8. Tekið fyrir bréf frá óskari Sigurðssyni hrl. dags. 30. maí 2013, sem barst til byggingarfulltrúa. Efni bréfsins er svar við bréfi frá Jóni Hróa Finnssyni sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps dags. 13. maí 2013 vegna kæru frá óskari fyrir hönd BB Bygginga ehf til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þar sem byggingarleyfi hefur ekki fengist fyrir frístundahúsi á lóð nr. 44 í Kotabyggð, Svalbarðsstrandarhreppi.
Byggingarnefnd telur ekki ástæðu til að taka afstöðu til málsins að svo stöddu, þar sem málið hefur þegar verið kært og niðurstaða skipulagsnefndar og sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhepps er, að ekki sé unnt að veita BB Byggingum ehf leyfi fyrir frístundahúsi á umræddri lóð. En í aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps frá 2008 var svæðinu, sem fyrrnefnd lóð er á, breytt í íbúðarsvæði. í vinnslu er deiliskipulag sem er í samræmi við aðalskipulag.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00

Hreiðar B. Hreiðarsson Egill Bjarnason
Hermann Jónsson  Björn Ingason Jósavin Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?