Byggingarnefnd

89. fundur 23. ágúst 2013 kl. 13:10 - 13:10 Eldri-fundur

árið 2013, þriðjudaginn 20. ágúst, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis saman til 89. fundar að óseyri 2, Akureyri. Formaður Hreiðar Bjarni Hreiðarsson, setti fundinn.

Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:

1. Nollur ehf, Hafnarstræti 53, Akureyri, sækir um leyfi fyrir breytingu á fjósi í orlofshús tengt ferðaþjónustunni á jörðinni Nolli, Grýtbakkahreppi. Meðfylgjandi teikningar eru frá Opus teikni-& verkfræðistofu, dags. 24.06.2013, verk nr. 090303.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

2. Kjarnafæði hf, Fjölnisgötu 1b, Akureyri, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við vesturhlið húsasamstæðu Kjarnafæðis á Svalbarðseyri m.a. til stækkunar á matsal og skrifstofurými fyrirtækisins. Meðfylgjandi teikningar eru frá Opus teikni-& verkfræðistofu, dags. 14.05.2013, verk nr. 051001.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

3. Helgi Viðar Tryggvason og Anja Elisabeth Müller, Laugartúni 19c, Svalbarðseyri, sækja um leyfi fyrir endurnýjun og breytingum á gluggum á raðhúsi að Laugartúni 19. Meðfylgjandi eru teikningar er sýna breytingarnar frá umsækendum. Einnig er fyrirhugað að byggja 3.2 fermetra garðskúr við austurstafn hússins. Samþykki annara íbúa í raðhúsinu liggur fyrir um samskonar breytingar þegar gluggar verða endurnýjaðir.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en bent skal á að lágmarks fjarlægð á garðskúr frá glugga eru 3 metrar.

4. Hjálmar Jóelsson, Sólvöllum 3, Egilsstöðum, sækir um leyfi fyrir að byggja gestahús að Vaðlaborgum 13, Veigastöðum, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Sigurjóni Haukssyni, dags. 18.02.2013.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

5. Vignir Sveinsson, Tungusíðu 29, Akureyri, sækir um leyfi fyrir einbýlishúsi að Vaðlabrekku 12, Veigastöðum, Svalbarðsstrandarhreppi. Meðfylgjandi teikningar eru frá AVH teiknistofu, dags. 12.06.2013.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

6. Ari Sigþór Eðvaldsson, Brimnesvegi 22, ólafsfirði, sækir um leyfi fyrir sumarhúsi á lóð nr. 9 í Leifsstaðabrúnum, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá ABS teiknistofu, dags. 22.06.2013
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

7. Tómas Ingi Olrik, Festakletti, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir að innrétta hluta af geymslukjallara undir íbúðarhúsinu að Festakletti sem íbúðarrými. Meðfylgjandi teikningar eru frá Birgi ágústssyni, dags. í júní 2013. Einnig er sótt um leyfi fyrir jarðhýsi 20 feta stálgám sem þegar hefur verið settur niður og steypt meðfram hliðum og plata yfir.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

8. Félagsbúið Holtseli sf, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir breytingu á geymslulofti við ísgerðina að Holtseli. Setja á upp frysti á geymslulofti og skipta geymslunni með millivegg. Meðfylgjandi teikningar eru frá teiknistofu Björns Jóhannssonar dags. júní 2013.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

9. Sumarhúsin Fögruvík, Sílastöðum, Hörgársveit, sækja um leyfi fyrir að byggja við (lenging 2.5 m) sumarhús á lóð nr. 7 í Fögruvík, Pétursborg, Hörgársveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni-& verkfræðistofu, dags. 25.06.2013, verk nr. 990204.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

10. Sumarhúsin Fögruvík, Sílastöðum, Hörgársveit, sækja um leyfi fyrir að byggja við (lenging 2.5 m) sumarhús á lóð nr. 8 í Fögruvík, Pétursborg Hörgársveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni-& verkfræðistofu, dags. 25.06.2013, verk nr. 990204.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

11. Skútaberg ehf, Sjafnarnesi 2, Akureyri, sækir um stöðuleyfi fyrir tveimur færanlegum vatnstönkum úr stáli m.a. til notkunar við þvott á malarefni fyrir bundið slitlag. Tankarnir eru 1.238 og 1.363 m3. Meðfylgjandi eru myndir af tönkunum sem eru á Siglufirði og afstöðumynd sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu við malarnámu að Skútum, Hörgársveit.
Byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti stöðuleyfi í 2 ár með möguleika á framlengingu, en bendir umsækjanda á að gæta vel að því að afrennsli valdi ekki mengun á jarðvegi og vatni á svæðinu.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00

Hreiðar B. Hreiðarsson Egill Bjarnason
Elmar Sigurgeirsson Björn Ingason
Pálmi Laxdal  Jósavin Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?