Byggingarnefnd

30. fundur 11. desember 2006 kl. 22:29 - 22:29 Eldri-fundur

árið 2004, þriðjudaginn 14. september 2004, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 30. fundar að óseyri 2, Akureyri. 

Formaður Hreiðar Hreiðarsson setti fundinn.

Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.

1.  Helgi þór þórsson, Núpasíðu 10 F, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja frístundahús úr timbri á lóðinni nr. 11-E í Höfðabyggð á lögbýlinu Lundi, þingeyjarsveit, sbr. afgreiðslu á 28. fundi nefndarinnar.  Teikningar eru frá H.S.á. teiknistofu, Akureyri, dags. 19.07.04, verk nr. 04-1208.
þar sem hús af þessari gerð hefur ekki áður komið til afgreiðslu hjá byggingarnefnd samþykkir nefndin að óska eftir því að lögð verði fram vottun frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og frestar afgreiðslu þar til hún liggur fyrir.

2.  Jóhannes Gunnar Hermundarson, Gránufélagsgötu 23, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri á lóð nr. 22, á jörðinni Leifsstöðum í Eyjafjarðarsveit, samkvæmt teikningum frá Opus, teikni-& verkfræðistofu, dags. 16.08.04, verk nr. 040801.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

3.  Páll S. Jónsson, Steinahlíð 4B, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri á lóð nr. 13, á jörðinni Leifsstöðum í Eyjafjarðarsveit, samkvæmt teikningum frá Runólfi þ. Sigurðssyni, dags. 25.08.04, verk nr. 04155.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en fer fram á að skilað verði inn vottun frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins.

4. Samúel Jóhannsson, Oddeyrargötu 26, Akureyri, sækir um leyfi byggingarnefndar til að byggja einbýlshús úr timbri á tveimur hæðum á lóð nr. 1 á jörðinni Syðri-Varðgjá, Eyjafjarðarsveit, sbr. afgreiðslu á 27. fundi nefndarinnar, samkvæmt teikningu frá frá Opus, teikni-& verkfræðistofu, dags. 08.06.04, verk nr. 040502.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

5.  Jón Bergur Arason, þverá, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja frístundahús á lóð nr. 9 á lögbýlinu þverá, Eyjafjarðarsveit, sbr. afgreiðslu á 27. fundi nefndarinnar, samkvæmt teikningu Arkitekta- og verkfræðistofu AVH ehf., dags. 27.05.04 og 06.07.04.
Byggingarnefnd samþykkir teikningarnar fyrir sitt leyti.

6.  Hlynur Jónsson, Akri, Eyjafjarðarsveit sækir um stækkun á þurrheyshlöðu á jörðinni, skv. teikningum Magnúsar Sigsteinssonar, dags. 05.09. 2003, verk nr. 0831-30.
Erindið samþykkt, en skila þarf inn nýjum teikningum sem uppfylla kröfur frá eldvarnareftirliti.

7. Lovísa Sigrún Snorradóttir, Seljahlíð 1A, Akureyri, sækir um að byggja sumarhús úr timbri á lóð B á jörðinni Skipalóni, Hörgárbyggð, skv. uppdráttum Arngríms ævars ármannssonar, dags. í ágúst 2004.
Erindið samþykkt.

8.  Vegna vaxandi innflutnings sumarhúsa sem mörg hver virðast tæplega uppfylla íslenska staðla og kröfur sem gerðar eru til slíkra bygginga hér á landi, samþykkir byggingarnefnd að eftirleiðis verði það sett sem skilyrði fyrir afgreiðslu í nefndinni, að fyrir liggi vottun frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. Jafnframt er því beint til viðkomandi sveitarstjórna að vanda vel til allra skipulagsskilmála og að þess sé gætt að í þeim komi fram þau atriði sem sérstaklega er kveðið á um í lögum og reglugerðum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30                                


Hreiðar Hreiðarsson
Klængur Stefánsson
Kristján Kjartansson
Bragi Pálsson
Jónas Baldursson
Jósavin Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?