Byggingarnefnd

32. fundur 11. desember 2006 kl. 22:31 - 22:31 Eldri-fundur

árið 2004, þriðjudaginn 14. desember 2004, kl. 10.00 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 32. fundar að óseyri 2, Akureyri. 
Formaður, Hreiðar Hreiðarsson setti fundinn.


Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.

1. Ingimar Snorri Karlsson, Hólsgerði 4, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri á lóð nr. E-12, Höfðabyggð á lögbýlinu Lundi, þingeyjarsveit.  Teikningar eru frá Opus ehf, teikni- & verkfræðistofu, Akureyri, dags. 28.10. 2004, verk nr. 040808
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


2. Helguhóll ehf, sækir um leyfi til að byggja vélageymslu og tengibyggingu úr timbri og steypu á lögbýlinu Nesi, Grýtubakkahreppi, samkvæmt teikningum frá teikistofunni Form, dags. 15.10.04, verk nr. 102
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


3. Pétur þórarinsson, Laufási, Grýtubakkahreppi, sækir um leyfi til að setja niður 15 fermetra smáhýsi við norðurhlið prestssetursins í Laufási, samkvæmt teikningum frá ABS, teiknistofu, verk nr. 1
Byggingarnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til tveggja ára.


4. Eiríkur Sigfússon, Sílastöðum, Hörgárbyggð, sækir um leyfi til að byggja sumarhúshús úr timbri á lóð nr. 11, við Fögruvík á lögbýlinu Pétursborg, Hörgárbyggð.  Teikningar eru frá Opus ehf, teikni- & verkfræðistofu, Akureyri, dags. 19.11. 2004, verk nr. 990204
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


5. Stefán árnason, Punkti, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja bílskúr og stækka einbýlishús á Punkti, samkvæmt teikningu frá Verkfræðistofu EK, Smiðjustíg 3, Stykkishólmi, dags. nóv. 04, verk nr. 04-201
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


6. þórður G. Sigurjónsson, sækir um leyfi fyrir breytingu á áður samþykktum skúr úr timbri á lóð nr. 9 í sumarhúsabyggð á lögbýlinu Steðja, Hörgárbyggð, samkvæmt teikningu frá teiknistofunni Form, Akureyri, dags. 30.10.04, verk nr. 101
Byggingarnefnd samþykkir erindið.



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:15

Hreiðar Hreiðarsson 
Klængur Stefánsson
Kristján Kjartansson 
Bragi Pálsson
Hermann Jónsson 
Jósavin Gunnarsson

___________


árið 2004, þriðjudaginn 14. desember, kl. 11:30, var 3. jólafundur byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis haldinn að óseyri 2, Akureyri.  Formaður Hreiðar Hreiðarsson var fundarstjóri og Valtýr Sigurbjarnarson fundarritari.
Fundarstjóri setti fundinn og bauð menn velkomna á árlegan jólafund, sérstaklega gesti fundarins þá Sigþór Harðarson frá Fasteignamati ríkisins, Magnús Arnarsson yfireldvarnareftirlitsmann frá slökkvistöð Akureyrar og þröst Sigurðsson frá Opus ehf, verkfræði- & teiknistofu.  þá bauð fundarstjóri Jósavin Gunnarssyni byggingarfulltrúa að taka til máls.

Jósavin ræddi störf byggingarnefndar á árinu.  það var annasamt og erindi hafa aldrei verið fleiri.  Haldnir voru 12 fundir með 128 erindum og gefin út 88 byggingarleyfi.
þröstur ræddi umfang embættis byggingarfulltrúa og taldi í ljósi reynslunnar að þörf væri á aðstoðarmanni yfir sumartímann.  Einnig ræddi hann um samskipti byggingarfulltrúa við hönnuði og þá sem sækja um leyfi fyrir framkvæmdum.  Taldi hann að þetta þyrfti að taka upp innan byggingarnefndar, t.d. hvort áminna ætti hönnuði sem ítrekað standa ekki skil á því sem liggja á fyrir þegar erindi eru afgreidd í nefndinni.  þá minntist hann á vottanir og hvað væri réttast í þeim efnum.  Slík mál væru vandmeðfarin og mikilvægt að samræmi væri meðal byggingarfulltrúa á landinu hvað það snertir.
Hreiðar þakkaði Jósavin og þresti fyrir framkomnar upplýsingar og hugleiðingar um starfsemi byggingarfulltrúa og hverju hugsanlega þyrfti að breyta.
Jósavin sagði að eðli starfsins vegna væri mest að gera yfir sumarið og það hefði auðvitað bæði kosti og galla að vinna við þær aðstæður sem hann byggi við.  Hann greindi frá nokkrum erfiðum málum sem upp hefðu komið m.a. vegna skipulagsmála í einstökum sveitarfélögum.  Einnig væru mörg vandamál tengd útgáfu vottorða og úttektum, einkum ef byggingarstjórar og meistarar færu á svig við hönnunargögn og lög og reglugerðir.  þá ræddi hann erfiðleika vegna afleiðinga slyss sem hann lenti í og fyrir vikið hefði hann átt erfitt með að fylgja ýmsum málum eftir af jafn mikilli einurð og annars hefði orðið.  Einnig ræddi hann örðugleika sem oft yrðu vegna þess hve seint teikningar bærust frá hönnuðum.  Að svo mæltu þakkaði Jósavin, þresti, Sigþóri, Magnúsi, Valtý og nefndarmönnum gott samstarf á árinu.
Fundarstjóri þakkaði Jósavin greinargott yfirlit og tók undir ummæli hans um vandamál sem geta skapast þegar gögn berast seint til embættisins.  Einnig ræddi hann þá áráttu húsbyggjenda, aðallega byggjendur sumarhúsa að vilja haga framkvæmdum með óformlegum hætti og taka ekki nægilegt mið af lögum og reglugerðum.

þá tók til máls Magnús Arnarsson.  þakkaði hann fyrir að vera boðið á fundinn og ræddi samstarfið við embættið sem hefði gengið mjög vel.  Hann tók undir það sem áður hafði komið fram um að teikningar bærust of seint frá hönnuðum til að nægjanlegur tími gæfist til að fara yfir þær.  Mikilvægt væri að vanda vel til verka og hann nefndi dæmi um hvernig einstök mál gætu vafið upp á sig þegar húseigendur færu að leita til lögfræðinga, en búast mætti við því að það mundi aukast á næstu árum.
Fundarstjóri þakkaði Magnúsi fyrir fróðlegt innlegg og gaf Sigþóri orðið.

Sigþór ræddi ýmsar breytingar sem hafa orðið á skráningu fasteigna og misræmi sem stundum væri milli skráningar í fasteignamati og þinglýstra gagna.  Einnig hefðu komið upp vandamál varðandi skráningartöflur þar sem málsetningar á teikningum hjá sumum arkitektum væru ekki í samræmi við gildandi reglur.


Allur gangur væri á hvort skráningartöflur væru réttar og vinnan færi vaxandi, jafnvel væri hringt frá þinglýsingarfulltrúum um leiðbeiningar.  þrátt fyrir þetta færi ástandið batnandi, en nokkur ár geti tekið til að koma þessu í góðan farveg.  Unnið væri við landsskrá og að eyða misræmi sem víða væri að finna.  Að lokum þakkaði hann gott samstarf við byggingarfulltrúa.
Fundarstjóri þakkaði Sigþóri greinargott erindi og gaf orðið laust.

Magnús gat þess að ekki væri gefin umsögn fyrr en að undangenginni lokaúttekt og áríðandi væri að auka mikilvægi hennar.
Klængur greindi frá hvernig starfsemi byggingarfulltrúa snéri að sveitarstjórnarmönnum.  í þeirra hópi væri því miður stundum of lítil þekking á þessum málaflokki, hvaða störf þyrfti að vinna og hvað það kostaði.  Stundum kæmu upp mál þar sem sveitarstjórnarmenn túlkuðu það sem andstöðu við uppbyggingu ef reynt væri að framfylgja lögum og reglugerðum.  það væri auðvitað ekki gott.  þá þakkaði hann viðstöddum fyrir gott samstarf.
Bragi taldi nefndina hafa unnið ágætt starf og þakkaði góða samvinnu við hlutaðeigandi aðila.
Hermann sagðist hafa verið mikið frá og þess vegna hefði varamaður hans komið að fleiri málum.  Hann þakkaði fyrir gott samstarf.
Kristján sagði að sveitarstjórn hefði haft mjög lítil afskipti af sínum störfum, sem vonandi væri til marks um að nefndin þætti sinna sínu verkefni vel.  þá þakkaði hann viðstöddum fyrir ánægjulegt samstarf.
Hreiðar ræddi um hve vandratað væri meðalhófið.  í rótgrónum landbúnaðarsamfélögum væru menn vanir að vera herrar á sinni jörð og ekki vanir því að þurfa að fá leyfi fyrir ýmsum framkvæmdum.  Tíma þyrfti til að breyta hugsunarhætti og að menn áttuðu sig á mikilvægi skipulags og vandaðra og samræmdra vinnubragða í byggingarmálum.
Valtýr fjallaði um skipulag embættisins byggingarfulltrúa.  Hann tók undir með þresti um að nauðsynlegt væri að meta stöðuna annað slagið og bregðast við auknum verkefnum með viðeigandi hætti.  Næsta vor yrði væntanlega gengið til kosninga um sameiningu Eyjafjarðar í eitt sveitarfélag og ef sú yrði raunin stæðu menn frammi fyrir gjörbreyttum aðstæðum.  Trúlega væri best að bíða eftir niðurstöðu þessara kosninga áður en mikil vinna væri lögð í hugsanlegar breytingar á embætti byggingarfulltrúa.  þó væri ljóst að með vaxandi fjölda erinda þyrfti að hugsa fyrir auknum starfskrafti yfir sumartímann.  Valtýr þakkaði afar gott samstarf við byggingarfulltrúa, nefndarmenn og aðra þá sem að málum hefðu komið.
Jósavin taldi mikilvægt að vel væri skipað í byggingarnefnd eins og verið hefði.  Hann sagðist hafa haft það að leiðarljósi að viðskiptavinir embættisins fengju góða þjónustu. 
Formaður þakkaði byggingarfulltrúa og nefndarmönnum samstarfið og óskaði fundar-mönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.  Síðan sleit hann fundi.


Hreiðar Hreiðarsson, Bragi Pálsson, Hermann Jónsson, Klængur Stefánsson og Kristján Kjartansson.
Jósavin Gunnarsson, Magnús Arnarson, Sigþór Harðarson, Valtýr Sigurbjarnarson og þröstur Sigurðsson.

Getum við bætt efni síðunnar?