Byggingarnefnd

33. fundur 11. desember 2006 kl. 22:31 - 22:31 Eldri-fundur

árið 2005, þriðjudaginn 15. febrúar, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 33. fundar að óseyri 2, Akureyri.
Formaður, Hreiðar Hreiðarsson setti fundinn.

Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.


1. Björn Steinar Sólbergsson, þórunnarstræti 106, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús úr timbri á lóð nr. 2, á jörðini Syðri Varðgjá, Eyjafjarðarsveit.  Erindinu var frestað, sbr. 4. tölulið 31. fundar nefndarinnar frá 19. október 2004.Nú hafa umbeðnar og nánari upplýsingar borist og breytingar gerðar á teikningum frá Jóni Guðmundssyni, arkitekt, dags. 20.09. 2004, verk nr. 279.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


2. Gunnar Th. Gunnarsson, sækir um leyfi til að byggja við gistihús, stein og timbur, á jörðinni Leifsstöðum II, Eyjafjarðarsveit,
samkvæmt teikningum frá HSá teiknistofu, Akureyri, dags. 12.12.04, verk nr. 04-207.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


3. Guðmundur Jón Guðmundsson og Guðrún Egilsdóttir, Holtsseli, Eyjafjarðarsveit, sóttu um leyfi til að breyta notkun fjóshlöðu, sbr. 10. tölulið 27. fundar frá 6. júlí 2004.  Nú er sótt um leyfi til breytinga á áður samþykktum teikningum og einnig er sótt um leyfi fyrir breytingum á fjósi sbr. teikningar frá Byggingarþjónustu Bændasamtakanna, Magnúsi Sigsteinssyni, dagsettum 20.12.2004, verk nr. 0853-10.
Byggingarnefnd frestar erindinu þar sem upplýsingar vantar um aðkomu, stærð og notkun á millilofti og ekki kemur fram hvernig reykræsting er úr fjósi ef milliloft verður sett.


4. Kristín Sigurveig Hermannsdóttir, Merkigili, Eyjafjarðarsveit sækir um leyfi til að breyta fjósi og hlöðu á jörðinni Merkigili, samkvæmt teikningum gerðum af ívari Ragnarssyni, dags. 14.02. 2005, verk nr. 11.02.05.
Erindið lagt fram til kynningar.


5. Húsasmiðjan, Lónsbakka, Hörgárbyggð, sækir um leyfi til að fella niður hluta af milligólfi, breyta starfsmannaaðstöðu, anddyri o.fl. á húsi fyrirtækisins við Lónsbakka, samkvæmt teikningum frá AVH teiknisofu, Akureyri, dags. 20. desember 2004.

Erindinu frestað þar sem umsögn eldvarnareftirlits á breyttum teikningum liggur ekki fyrir.


6. Eiríkur Sigfússon, Sílastöðum, Hörgárbyggð, sækir um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri á lóðinni nr. 12 við Fögruvík á jörðinni Pétursborg, Hörgárbyggð, samkvæmt teikningu frá teiknistofunni Opus, teikni&verkfræðistofu, Akureyri, dags. 19.11.04, verk nr. 990204.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en bendir á að leiðrétta þarf afstöðumynd.


7. Erindi frá Helgu Kristjánsdóttur og Helga Magnúsi Stefánssyni, eigendum lóðarinnar Skálafells í landi Veigastaða á Svalbarðsströnd, þar sem óskað er eftir áliti byggingarnefndar á því hvort húsagerð sem sýnd er á meðfylgjandi tillöguteikningum og staðsetning hússins á byggingarreitnum uppfylli fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.
Byggingarnefnd getur enga afstöðu tekið til erindisins þar sem ekki er til staðar samþykkt deiliskipulag, en bendir á að þegar það liggur fyrir eigi hönnuður hússins að geta unnið samkvæmt því að framgangi málsins.Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:20.


Hreiðar Hreiðarsson
Klængur Stefánsson
Kristján Kjartansson 
Bragi Pálsson
Hermann Jónsson 
Jósavin Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?