Byggingarnefnd

35. fundur 11. desember 2006 kl. 22:33 - 22:33 Eldri-fundur

árið 2005, þriðjudaginn 19. apríl, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 35. fundar að óseyri 2, Akureyri.  Formaður Hreiðar Hreiðarsson setti fundinn.

Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.


1. Kjarnafæði ehf. Fjölnisgötu 1 B Akureyri, sækir um leyfi til að byggja við kjötvinnslu á Svalbarðseyri, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir árna G. Kristjánsson, dags. 16.03. 2005 verk nr. á93-501.
Byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits.


2. Guðmundur Gylfi Halldórsson, Breiðabóli, Svalbarðsströnd, sækir um leyfi til að byggja fjós og haughús viðbyggingu við núverandi fjós á jörðinni Breiðabóli samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Byggingarþjónustu landbúnaðarins, dags. 09.02. 2005, verk nr. 0872-10.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


3. Guðmundur H. Guðmundsson og Máni Guðmundsson, Halllandi, Svalbarðsströnd, sækja um leyfi til að byggja við og breyta íbúðarhúsi á Halllandi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Guðmundi Gunnarssyni byggingaverkfræðingi, dags. 31.08.04.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


4. Guðmundur H. Guðmundsson og Máni Guðmundsson, Halllandi,Svalbarðsströnd, sækja um leyfi til að byggja kálfahús á lögbýlinu Halllandi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Guðmundi Gunnarssyni byggingaverkfræðingi, dags. 14.01.05.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


5. Helga Kristjánsdóttir og Helgi Magnús Stefánsson, eigendur lóðarinnar Skálafells í landi Veigastaða, óska eftir leyfi byggingarnefndar til að hafa jarðvegsskipti undir íbúðarhús sbr. 7. tölulið 33. fundargerðar byggingarnefndar frá 15.02. 2005.
Byggingarnefnd gefur leyfi fyrir jarðvegsskiptum þegar fyrir liggur skrifleg yfirlýsing frá innflytjanda hússins og hönnuði um að húsið verði vottað hjá RB.


6. Vaðlaborgir ehf., Austurvegi 38, Selfossi sæka um leyfi til að byggja orlofshús úr timbri á lóðum nr. 7, og 13-19 við Vaðlaborgir í landi Veigastaða á Svalbarðsströnd, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Kollgátu ehf, Gránufélagsgötu 4 Akureyri, dags. 09.03.05.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


7. Fossland ehf. Eyrarlandi, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að hafa jarðvegsskipti undir einbílishús á lóð nr. 3 við Fossland Eyjafjarðarsveit. Meðfylgjandi teikningar eru ófullgerðar frá H.S.á. teiknistofu, dags. 18.04. 2005, verk nr. 05-307.
Byggingarnefnd gefur leyfi fyrir jarðvegskiptum undir húsið.


8. Garðar Ingjaldsson, Furulundi 5 A, sækir um leyfi til að byggja sólskála við sumarhús á lóð nr. 3 í landi Leifsstaða Eyjafjarðarsveit, samkvæmt teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 15.03. 2005, verk nr. 05.1201.
Erindið samþykkt.


9. Garðsbúið, Garði Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi byggingarnefndar fyrir jarðvegsskiptum undir nýtt fjós á jörðinni Garði. Meðfylgjandi tillöguteikningar eru eftir ívar Ragnarsson H.S.á teiknistofu, dags. 16.04. 2005, verk nr. 05-501.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


10. Birgir Arason, Gullbrekku, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja við, breyta þaki og endurinnrétta einbýlishús á lögbýlinu Gullbrekku, samkvæmt teikningum eftir árna G. Kristjánsson, dags. 4. apríl 2005, verk nr. á05-003.
Erindið samþykkt.


11. Ytra-Laugaland ehf., sækir um leyfi til að reisa hús yfir mjaltahringekju á lögbýlinu Hrafnagili Eyjafjarðarsveit, samkvæmt teikningum frá Verkfræðistofu Norðurlands, dags. 16. apríl 2005, verk nr. 838.0101.
Byggingarnefnd frestar erindinu. Teikningar bárust til byggingarfulltrúa í gærdag og umsögn frá eldvarnareftirliti liggur ekki fyrir.
Byggingarnefnd gerir athugasemd við þá grendarkynningu sem hefur farið fram þar sem mál þetta hefu einungis verið grendarkynnt fyrir eiganda eldra íbúðarhúss á Hrafnagili, sem jafnframt er rekstraðili búsins.
í bréfi frá Skipulagsstofnun dags. 13. janúar sl. kemur fram að kynna eigi framkvæmdina næstu nágrönnum. Eðlilegt hlýtur að teljast að íbúum í Reykárhverfi verði gefinn kostur á að tjá sig um þessa framkvæmd.
Augljóst er, að fyrihuguð bygging og sá mjaltabúnaður sem þar verður, gefur möguleika á að búið stækki enn meira.
Benda má á að þær breytingar sem gerðar voru á núverandi húsum höfðu í för með sér verulega fjölgun gripa, en þær framkvæmdir voru vel á veg komnar áður en sótt var um leyfi fyrir þeim.
Einnig er rétt að fram komi, að byggingarnefnd og byggingarfulltrúi á þeim tíma þegar sótt var um leyfi fyrir fjósi og hlöðu á þessum stað var gerð athugasemd við staðsetninguna vegna nálægðar við íbúðarhverfið í Reykárbyggð.


12. Tryggvi Jóhann Heimisson, Skólatröð 4 Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús úr timbri á lóð nr. 1 við Skógartröð, samkvæmt teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 15.04 2005, verk nr. 05-304.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


13. Sigurgeir Vagnsson, Grænugötu 2 Akureyri, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús úr timbri á lóð úr landi Sólborgarhóls Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá árna Gunnari Kristjánssyni dags. nóv. 2004, verk nr. á04-008.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


14. Bréf frá árna Grétari árnasyni f.h., Stalla ehf, dags. 12. apríl 2005, sem er innflytjandi af tilsniðnum efnispakka í hús, ásamt gluggum og hurðum frá Noregi. árni óskar eftir að byggingarnefnd geri ekki kröfu um vottun á hús sem byggð eru á þennan hátt.
Byggingarnefnd ákvað á fundi 14. september 2004, að allar innfluttar húseiningar eða húshlutar yrðu vottaðar sbr. ákvæði í 120. og 121. gr. byggingarreglugerðar.
Að höfðu samráði við æðri stjórnvöld í byggingarmálum hér á landi var talið að hús byggð á þennan hátt skuli vera vottuð.
Byggingarnefnd mun því standa við fyrri bókun og fara fram á vottun.

 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30.

Hreiðar Hreiðarsson 
Bragi Pálsson
Klængur Stefánsson 
Kristján Kjartansson
Jónas Baldursson 
Jósavin Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?