Byggingarnefnd

36. fundur 11. desember 2006 kl. 22:41 - 22:41 Eldri-fundur

árið 2005, þriðjudaginn 10. maí, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 36. fundar að óseyri 2, Akureyri. Formaður, Hreiðar Hreiðarsson, setti fundinn.


Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.


1. Trégrip ehf, ártúni, Grýtubakkahreppi, sækir um leyfi til að byggja geymsluhúsnæði á lóð nr. 3 við Hafnargötu, Grenivík, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni- & verkfræðistofu, dags. 30.04. 2005, verk nr. 050408.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


2. Fjárfestingafélagið Gaumur ehf, Suðurlandsbraut 48, Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús, Sunnuhvál, á eignarlóð úr landi Veigastaða, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH teiknistofu, dags. 05.05 2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


3. Helgi M. Stefánsson og Helga Kristjánsdóttir, Borgarsíðu 14, sækja um leyfi til að byggja einbýlishús og stakstæðan bílskúr, Skálafell, í landi Veigastaða, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni- & verkfræðistofu, dags. 29.04. 2005, verk nr. 050403.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en bendir á að skv. 120. og 121. gr. byggingarreglugerðar skulu hús sem byggð eru með þessum hætti bera vottun frá viðurkenndum aðila.


4. Hörður Edvinsson, Fífilgerði, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lögbýlinu Fífilgerði, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 11.01. 2005, verk nr. 05-302.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


5. Björgvin þórsson, Aðalstræti 19, sækir um leyfi til að byggja bílskúr á lóð í landi Jódísarstaða, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni- & verkfræðistofu, dags. 08.05 2005, verk nr. 050101.
Lagt fram til kynningar.


6. Eiríkur Páll Sveinsson, Breiðabliki, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja aðstöðuhús á skógræktarlóð nr. 20 á lögbýlinu Hálsi, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Húsasmiðjunni.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


7. Ytra-Laugaland ehf, sækir um leyfi til að reisa hús yfir mjaltahringekju á lögbýlinu Hrafnagili Eyjafjarðarsveit, samkvæmt teikningum frá Verkfræðistofu Norðurlands, dags. 16. apríl 2005, verk nr. 838.0101, sbr. 11. tölulið síðasta fundar.
Byggingarnefnd bendir á að fjósbygging var samþykkt í byggingarnefnd 16. júní 1982 og var stærð fjóss samkvæmt teikningu fyrir 50 kýr og 50 geldneyti. á þeim tíma urðu verulegar umræður um staðsetningu fjóssins með tilliti til nálægðar við þéttbýliskjarnann að Hrafnagili. Kannaðir voru aðrir möguleikar á staðsetningu af byggingarfulltrúa, en vegna eindregins vilja þáverandi bænda og landeigenda, féllst byggingarnefnd á að samþykkja fjósið og vísaði nánari staðsetningu til sveitarstjórnar.
árið 1999 var ráðist í breytingar á þurrheyshlöðu og fjósi án vitundar og samþykkis byggingarnefndar. Við þær breytingar stækkaði búið verulega og varð fjöldi bása 124. þegar byggingarfulltrúi gerði athugasemd við framkvæmdirnar var lögð inn umsókn um byggingarleyfi og teikningar af þegar unninni framkvæmd. Við þessar aðstæður og að framkvæmdinni var að miklu leyti lokið sá byggingarnefnd sér ekki annað fært en að samþykkja umsóknina, sem orkaði þó verulega tvímælis.
þetta er forsaga málsins.

 

Hvað núverandi umsókn snertir þá fjölluðu bæði skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar og Skipulagsstofnun um málið út frá 350 fermetra byggingu, en ekki 463 m2 . það liggur fyrir samkvæmt bókun nefndarinnar frá 27. janúar 2005 og bréfi Skipulagsstofnunar dags. 13. janúar 2005.
í bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 13. janúar 2005, kemur fram að stofnunin gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn veiti leyfi fyrir umræddri landbúnaðarbyggingu, "en áður þarf að kynna framkvæmdina næstu nágrönnum". það hefur ekki verið gert.
Byggingarnefnd er kunnugt um að gripir í núverandi byggingum eru nú þegar verulega fleiri en fyrirliggjandi teikningar gefa tilefni til.
í ljósi framangreindra atriða og að öllu samanlögðu telur byggingarnefnd ekki fært að samþykkja fyrirliggjandi erindi Ytra-Laugalands ehf.
Byggingarnefnd hafnar erindinu.

8. Bjarni Kristinsson, Sólgarði, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 5 við Laugartröð, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni- & verkfræðistofu, dags. 28.04. 2005, verk nr. 050106.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


9. Jóhann B. Bjarnason, Hjallalundi 3 E, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 7 við Laugartröð, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni- & verkfræðistofu, dags. 28.04. 2005, verk nr. 050406.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


10. Katla ehf, Melbrún 2, Dalvíkurbyggð, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 5 við Birkihlíð, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH teiknistofu, dags. 10.05. 2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en bendir á að umsögn vantar frá eldvarnareftirliti.


11. Katla ehf, Melbrún 2, Dalvíkurbyggð, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 7 við Birkihlíð, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH teiknistofu, dags. 10.05. 2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en bendir á að umsögn vantar frá eldvarnareftirliti.


12. Axel Grettisson, þrastarhóli, Arnarneshreppi, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lögbýlinu þrastarhóli, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni- & verkfræðistofu, dags. 05.05. 2005, verk nr. 050405.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en bendir á að skv. 120. og 121. gr. byggingarreglugerðar skulu hús sem byggð eru með þessum hætti bera vottun frá viðurkenndum aðila.

 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:20.

Hreiðar Hreiðarsson
Jónas Baldursson
Klængur Stefánsson
Kristján Kjartansson
Jósavin Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?