Byggingarnefnd

37. fundur 11. desember 2006 kl. 22:42 - 22:42 Eldri-fundur

árið 2005, þriðjudaginn 7. júní, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 37. fundar að óseyri 2, Akureyri.  Formaður, Hreiðar Hreiðarsson, setti fundinn.

Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.


1. Bjarni Reykjalín, Furulundi 19, sækir um leyfi, fyrir hönd Sigurðar I. Bjarnasonar, til að byggja frístundahús á lóð nr. 16 við Vallargötu, Grímsey, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá ágústi Hafsteinssyni, dags. 04.05. 2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


2. ómar þór Ingason, Neðri-Dálksstöðum, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi til að byggja sumarhús, úr timbri á lögbýlinu Neðri-Dálksstöðum, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Birgi ágústssyni, dags. maí 2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


3. Ari Fannar Vilbergsson, Smáratúni 4, Svalbarðseyri, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús úr timbri á lóð nr. 2 við Smáratún samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Birgi ágústssyni, dags. apríl 2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


4. Dóra Hrönn Gústafsdóttir og Valdimar Tryggvason, Vestursíðu 24, Akureyri, sæka um leyfi til að byggja einbýlishús með innbyggðum bílskúr á lóð nr. 9 við Vaðlabyggð, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni- & verkfræðistofu, dags. 24.05. 2005, verk nr. 050407.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


5. Sólveig Jóhannsdóttir og Einar Jóhannsson, Eyrarlandi, Eyjafjarðarsveit, sæka um leyfi til að einangra og klæða að utan íbúðarhús, byggt 1981 á lögbýlinu Eyrarlandi, Eyjafjarðarsveit.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


6. Eiríkur Páll Sveinsson, Breiðabliki, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til staðfestingar á þegar byggðu garðhúsi úr timbri við Breiðablik á lóð úr lögbýlinu Eyrarlandi, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir umsækjanda.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


7. Eiríkur Páll Sveinsson, Breiðabliki, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja viðargeymslu úr timbri við Breiðablik á lóð úr lögbýlinu Eyrarlandi, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum eftir Jóhann Eysteinsson og umsækjanda.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en gerir þá athugasemd að smekklegra væri að hafa þakgerð hússins í samræmi við annan húsakost á lóðinni.


8. Soffía Sveinsdóttir, Einholti 4 E, Akureyi, sækir um leyfi til að byggja aðstöðuhús úr timbri á skógræktarlóð nr. 44 á lögbýlinu Hálsi, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi ófullgerðri teikningu frá BYKO og afstöðumynd frá VN, dags. júní 2005, verk nr. 0131-02-2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið , en skila þarf inn fullunnum teikningum.


9. Vignir Sveinsson, Tungusíðu 29, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja aðstöðuhús til skógræktar á lóð nr. 18 á lögbýlinu Hálsi, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi ófullgerðri teikningu frá BYKO og afstöðumynd frá VN, dags. júní 2005, verk nr. 0131-02-2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið , en skila þarf inn fullunnum teikningum.


10. Fallorka ehf, Logafoldi 59, Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja stöðvarhús við Djúpadalsá, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Form teiknistofu, dags. 03.06. 2005.
Byggingarnefnd samþykkir byggingu hússins fyrir sitt leyti, en bendir á að ágreiningsefni sem eru utan verksviðs nefndarinnar eru óleyst, sbr. bréf frá Ingvari þórodddssyni hdl, dags. 7. júní 2005.

 

11. Baldvin Birgisson, þrándarseli 4, Reykjavík, sækir um leyfi til að breyta og stækka íbúðarhús á lögbýlinu Samkomugerði II, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Birgi ágústssyni.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en bendir á að umsögn vantar frá eldvarnareftirliti.


12. Erindi frá Ytra-Laugalandi ehf, var tekið fyrir að nýju, sbr. 7. tölulið 36. fundar og sbr. 11. tölulið 35. fundar.
í bréfi dags. 25. maí 2005 frá sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar, "bendir sveitarstjórn á að hún sem skipulagsyfirvald hefur þegar heimilað viðkomandi framkvæmd".
Byggingarnefnd og byggingarfulltrúi starfa samkvæmt gildandi ákvæðum skipulags- og byggingarlaga og byggingarreglugerðar og leitast með þeim hætti við að vinna eins faglega og kostur er.  í því samhengi er vísað til fyrri bókana nefndarinnar, þar sem reynt hefur verið að horfa til heildarhagsmuna íbúa á viðkomandi svæði.
Nú eru til afgreiðslu tvö erindi.  Annars vegar er sótt um leyfi til að reisa hús yfir mjaltahringekju á lögbýlinu Hrafnagili Eyjafjarðarsveit, samkvæmt teikningum frá Verkfræðistofu Norðurlands, dags. 16. apríl 2005, verk nr. 838.0101.  Hins vegar er sótt um breytingu frá samþykktum teikningum frá 14. mars 2000, þ.e. fjölgun bása úr 124 í 147, sbr. ófullgerða teikningu frá VN, verk nr. 838.0.105.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við framlagðar teikningar af húsi fyrir mjaltahringekju og tengibyggingu.
Hins vegar fellst byggingarnefnd ekki á fjölgun bása í eldri byggingum og vísar til bókunar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, sem send var byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis í bréfi 27. apríl 2005.


13. Eyjafjarðarsveit, Syðra-Laugalandi, sækir um leyfi til að breyta léttum milliveggjum milli snyrtinga í búningsklefum á 1. hæð við sundlaug í Hrafnagilsskóla, samkvæmt ófullgerðum teikningum frá Form, dags. 12.05. 2005.
Lagt fram til kynningar.


14. Ruval, ehf, Lyngholti 6, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 3 við Laugartröð, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt teikningum frá Jóni Guðmundssyni, dags. 15-5-2005, verk nr. 288   .
Byggingarnefnd frestar erindinu þar sem teikningar eru ófullnægjandi og auk þess getur byggingarnefnd ekki samþykkt að húsnæðið sé skilið í tvennt með bílgeymslu.


15. Andrea Regula Kell, Pétursborg, Hörgárbyggð, sækir um leyfi til að byggja smáhýsi úr timbri, merkt A, á afstöðumynd, á lóð Pétursborgar, samkvæmt teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 05.04. 2005, verk nr. 051203.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


16. Andrea Regula Kell, Pétursborg, Hörgárbyggð, sækir um leyfi til að byggja smáhýsi úr timbri, merkt B, á afstöðumynd, á lóð Pétursborgar, samkvæmt teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 05.04. 2005, verk nr. 051202.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


17. óskað er umsagnar vegna umsóknar Gloppu ehf, Engimýri, Hörgárbyggð um vínveitingaleyfi.  Sótt er um leyfi til 6 mánaða frá maí til loka október.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leytiFleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.15.

Hreiðar Hreiðarsson 
Jónas Baldursson
Klængur Stefánsson 
Kristján Kjartansson
Jósavin Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?