Byggingarnefnd

38. fundur 11. desember 2006 kl. 22:42 - 22:42 Eldri-fundur

árið 2005, þriðjudaginn 21. júní, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 38. fundar að óseyri 2, Akureyri.  Formaður, Hreiðar Hreiðarsson, setti fundinn.

Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.


1.  Pétur þórarinsson Laufási Grýtubakkahreppi, sækir um leyfi til að byggja fjárhús, stækkun á núverandi fjárhúsum til norðurs sem byggð voru 1999 á jörðinni Laufási. Fyrir liggur samþykki Prestssetrasjóðs. Meðfylgjandi teikningar eru frá Opus teikni-&verkfræðistofu, dags. 8. júní 2005, verk nr. 090604.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við framlagðar teikningar, en frestar endanlegri afgreiðslu, þar sem samþykki sveitarstjórnar og eldvarnareftirlits liggur ekki fyrir.

2.  Trausti H. Haraldsson Burknavöllum 17 a, Hafnarfirði, sækir um leyfi til að byggja frístundahús á landsspildu sem heitir Grenihlíð, úr jörðinni Mógili Svalbarðstrandarhrepp, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á teiknistofu, dags. 4. júní 2005, verk nr. 02-314.
Ekki er hægt að afgreiða erindið þar sem fyrirhugað frístundahús er staðsett á lóð sem aðalskipulag sýnir að eigi að vera íbúðarhús.

3.  Natalía ólafsson, Dalsgerði 3 f, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og bílskúr á lóð nr. 5 í Vaðlabyggð, Svalbarðsstrandarhrepp, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Hugverk Hönnunarþjónusta, Stefán Ingólfsson, dags. 12. júní 2005, verk nr. 275
Byggingarnefnd samþykkir húsið, en gerir athugasemd við að mænisstefna er ekki í samræmi við skipulagsskilmála, einnig þarf að skila inn nýjum teikningum sem uppfylla kröfur frá eldvarnareftirliti.
Byggingarnefnd bendir á að skv. 120. og 121. gr. byggingarreglugerðar skulu hús sem byggð eru með þessum hætti bera vottun frá viðurkenndum aðila.


4.  Natalía ólafsson, Dalsgerði 3 f, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og bílskúr á lóð nr. 6 í Vaðlabyggð, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Hugverk Hönnunarþjónusta, Stefán Ingólfsson, dags. 12. júní 2005, verk nr. 275
Byggingarnefnd samþykkir húsið, en gerir athugasemd við að mænisstefna er ekki í samræmi við skipulagsskilmála, einnig þarf að skila inn nýjum teikningum sem uppfylla kröfur frá eldvarnareftirliti.
Byggingarnefnd bendir á að skv. 120. og 121. gr. byggingarreglugerðar skulu hús sem byggð eru með þessum hætti bera vottun frá viðurkenndum aðila.


5.  Stefán Hlynur Björgvinsson, Glerárholti, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og bílskúr á lóð nr. 10 í Vaðlabyggð, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni-&verkfræðistofu, dags. 15. júní 2005, verk nr. 050301.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en bendir á að skv. 120. og 121. gr. byggingarreglugerðar skulu hús sem byggð eru
með þessum hætti bera vottun frá viðurkenndum aðila.


6.  Fossland ehf, Eyrarlandi, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og bílskúr á lóð nr. 3 við Fossland, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á teiknistofu, dags.18.04.2005 verk nr. 05-307.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en skila þarf inn nýjum teikningum sem uppfylla kröfur frá eldvarnareftirliti.


7.  Jón Stefánsson,Teigi,Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og bílskúr á lóð nr. 28 á skipulögðu svæði í landi Leifsstaða, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá teiknistofunni Form, dags. 16. júní 2005,
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


8.  Bergsteinn Gíslason, Leifsstöðum 15, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir jarðhýsi (20 feta gám) við sumarhús á lóð nr. 15 í Leifsstaðabrúnum. Afstöðumynd fylgir sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu.
Byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi í eitt ár.

 

9.  Eskja ehf, Strandgötu 39, Eskifirði, sækir um leyfi fyrir 9 fermetra garðhúsi frá BYKO við sumarhús á lóð nr. 14 í Leifsstaðabrúnum, meðfylgjandi eru teikningar af húsinu óundirritaðar.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


10.  óskar Kristjánsson, Grænuhlíð, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir vélageymslu á jörðinni Grænuhlíð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á teiknistofu, ívari Ragnarssyni dags. 20. júní 2005, verk nr. 05-503.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en skila þarf inn nýjum teikningum sem uppfylla kröfur frá eldvarnareftirliti.


11.  óskar Kristjánsson, Grænuhlíð, Eyjafjarðarsveit, óskar eftir leyfi byggingarnefndar til að rífa eftitaldar byggingar á jörðinni Arnarstöðum, Eyjafjarðarsveit:
Mhl. 02 íbúðarhús 1945, 03 fjós 1986, 04 kálfahús, 08 fjárhús 1986, 10 mjólkurhús, 12 geymsla 1947, hlaða 1930 og 16 geymsla 1952.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


12.  Einar Tryggvi Thorlacius, álfabyggð 20, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 2 við Sunnutröð í Reykárhverfi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni-& verkfræðistofu dags. 16. júní 2005 verk nr. 050602.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


13.  Hörður Snorrason, Hvammi, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi byggingarnefndar til að byggja fjós á jörðinni Hvammi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á teiknistofu, ívari Ragnarssyni dags. 19. júní 2005, verk nr. 05-502.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00

Hreiðar Hreiðarsson 
Jónas Baldursson
Haukur Steindórsson 
Kristján Kjartansson
Jósavin Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?