Byggingarnefnd

39. fundur 11. desember 2006 kl. 22:43 - 22:43 Eldri-fundur

árið 2005, þriðjudaginn 5. júlí, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 39. fundar að óseyri 2, Akureyri.  Formaður, Hreiðar Hreiðarsson, setti fundinn.

Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.


1. Pétur þórarinsson Laufási Grýtubakkahreppi, sækir um leyfi til að byggja fjárhús, stækkun á núverandi fjárhúsum til norðurs sem byggð voru 1999 á jörðinni Laufási, sbr. 1. tölulið 38. fundar.  Fyrir liggur samþykki Prestssetrasjóðs.  Meðfylgjandi teikningar eru frá Opus teikni-&verkfræðistofu, dags. 8. júní 2005, verk nr. 090604.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, enda liggur nú fyrir samþykki sveitarstjórnar.


2. Safnasafnið, Safnasafninu (Gamla þinghúsinu), Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi til að flytja ?Gömlu búð? á Svalbarðseyri og setja upp á lóðinni við Safnasafnið, ásamt viðbyggingum, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Ragnhildi Ragnarsdóttur, dags. 28.06.05.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við framlagðar teikningar, en frestar endanlegri afgreiðslu, þar til umsagnir hafa borist frá þeim aðilum sem málið varðar.


3. Haraldur árnasson, Vaðlatúni 12, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja frístundahús á landsspildu sem heitir Grenihlíð, úr jörðinni Mógili Svalbarðstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. - teiknistofu, dags. 04.06. 2005, verk nr. 02-314.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


4. Linda Sif Garðarsdóttir, Skútagili 3, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og bílskúr á lóð nr. 4 í Vaðlabyggð, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Hugverki Hönnunarþjónustu, Stefáni Ingólfssyni, dags. 21/6 05, verk nr. 2758.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en bendir á að skv. 120. og 121. gr. byggingarreglugerðar skulu hús sem byggð eru með þessum hætti bera vottun frá viðurkenndum aðila.


5. Jón Stefánsson, Teigi, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús á lóð nr. 28 á skipulögðu svæði í landi Leifsstaða, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá teiknistofunni Form, dags. 16. júní 2005, sbr. 6. tölulið 38. fundar byggingarnefndar.
þau mistök urðu við afgreiðslu málsins að ekki var að fullu tekið tillit til skipulagsskilmála á umræddu svæði.  Vegna þessa hefur nú farið fram grendarkynning.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, með framangreindri tilvísun til grendarkynningar, en bendir á að til greina komi frekari breytingar á lóð umhverfis húsið vegn hæðar þess, en nýjar teikningar sýna.


6. Jón Bergur Arason, þverá, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 3 á lögbýlinu þverá, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH-arkitektúr-verkfræði-hönnun, dags. 20.01. 2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


7. Ruval, ehf, Lyngholti 6, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 3 við Laugartröð, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Jóni Guðmundssyni, dags. 15-5-2005, verk nr. 288, sbr. 14. tölulið 37. fundar byggingarnefndar. Lagðar eru fyrir breyttar teikningar.
Byggingarnefnd telur sér ekki fært að samþykkja teikningarnar vegna annmarka á innra skipulagi hússins og telur að það sé hannað með tvær íbúðir í huga, en það er ekki í samræmi við gildandi skipulagsskilmála á svæðinu.


8. Erindi frá sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar, dagsett 22. júní 2005, þar sem óskað er eftir nánari skýringum á afgreiðslu nefndarinnar samkvæmt 12. tölulið á 37. fundi.
Byggingarnefnd frestar afgreiðslu erindisins.Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.40

Hreiðar Hreiðarsson 
Bragi Pálsson
Klængur Stefánsson 
Kristján Kjartansson
Jónas Baldursson 
Jósavin Gunnarsson

Fundargerð ritaði Valtýr Sigurbjarnarson

Getum við bætt efni síðunnar?