Byggingarnefnd

47. fundur 11. desember 2006 kl. 22:48 - 22:48 Eldri-fundur

árið 2006, fimmtudaginn 23. mars 2006 kl. 13.30, kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 47. fundar að óseyri 2, Akureyri.

Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:

1. Birna óladóttir, Sveinsstöðum, Grímsey, sækir um leyfi til að byggja við og breyta íbúðarhúsinu á Sveinsstöðum, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Kristínu H. Jónsdóttur, dags. 20.03. 2006.  Erindi varðandi þetta hús var samþykkt á síðasta fundi (1. töluliður), en nú hafa verið sendar inn nýjar og breyttar teikningar.  Byggingarnefnd telur breytingarnar sem fram koma á nýjum teikningum til bóta.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


2. Grímseyjarhreppur sækir um leyfi til að staðsetja sorpbrennslustöð þar sem núverandi ruslahaugar Grímseyinga eru, sbr. bréf dags. 14. mars 2006 og meðfylgjandi afstöðumyndir sýna.  Jafnframt er óskað eftir leyfi til að setja upp netgirðingu, tveggja metra háa, við urðunarsvæðið, sbr. meðfylgjandi mynd.  Fram kemur í erindinu, að umsókn um starfsleyfi liggur fyrir hjá Umhverfisstofnun.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


3. Dagsbrún hf, Síðumúla 28, Reykjavík hefur gert samkomulag við húseiganda að Hafnargötu 1 á Grenivík um leigu á aðstöðu fyrir fjarskiptabúnað í húsinu.  Sótt er um leyfi fyrir uppsetningu á þessum búnaði á húsið, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Gaut þorsteinsson, dags. 16.02.06, verk nr. 163.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


4. Sveinn Benediktsson, Laugartúni 9, Svalbarðseyri, sækir um leyfi til að byggja bílageymslu að Laugartúni 9, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Teiknistofu Hauks Haraldssonar dags. í febrúar 1981, breyting dags. 10.02. 2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


5. Bjarni R. Guðmundsson, Ránargötu 17, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja við sumarhús (aðstöðuhús) sitt á lóð nr. 4 í landi Geldingsár, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningarskissum eftir umsækjanda.  Byggingarnefnd telur ekki heppilegt að byggja við aðstöðuhúsið sem er bjálkahús og flutt var á lóðina samkvæmt heimild nefndarinnar frá 6. júlí 2004, (27. fundi), en þá var veitt stöðuleyfi fyrir húsið sem aðstöðuhús til 5 ára, enda fyrirhugað að sumarhús yrði byggt síðar á lóðinni.
Miðað við fyrirliggjandi gögn mælir nefndin gegn viðbyggingu.


6. Lárus H. List, f.h. Kraga ehf, Gránufélagsgötu 31, Akureyri, sækir um leyfi fyrir minniháttar breytingum á innra skipulagi og hurð á norðurstafn á einbýlishúsi sem samþykkt var á 42. fundi (2 töluliður) á lóð nr. 3 í Vaðlabyggð, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 19.07. 2005, verk nr. 05-310, breyting dags. 22. febrúar 2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


7. Sigurður Guðmundsson, Smárarima 75, Reykjavík, óskar eftir leyfi til að byggja á lóð sinni nr. 3 í landi Syðri-Varðgjár, Eyjafjarðarsveit, samkvænt meðfylgjandi teikningum frá Verkfræði-stofunni Hamraborg, Kópavogi, dags. 16.03. 2006, verk nr. 601.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


8. ívar Ragnarsson, Gásum, Hörgárbyggð, sækir um leyfi fyrir jarðvegsskiptum undir einbýlishús á lóð nr. 4 á skipulögðu einbýlishúsasvæði á jörðinni Jódísarstöðum, Eyjafjarðarsveit. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar frá ívari Ragnarssyni H.S.á. teiknistofu, dags. 10.01. 2006, verk nr. 05-336.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


9. Stefán Stefánsson, Stapasíðu 12, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 10, Sóltún úr landi Jódísarstaða, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Stefán Ingólfsson, arkitekt, dags. 21.03. 2006, verk nr. 294.
Byggingarnefnd bendir á að bílskúr nær út fyrir byggingarreit og frestar afgreiðslu erindisins.


10. Jósef Guðbjörn Kristjánsson, Möðruvöllum, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að breyta og lagfæra fjós og hlöðu á Möðruvöllum, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá ívari Ragnarssyni H.S.á. teiknistofu dags. 06.03. 2006, verk nr. 05-506.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


11. Gæðir ehf, Bíldshöfða 14, Reykjavík, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús á lóð nr. 3 við Hrísaskóga á lögbýlinu Hrísum, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Ragnari Bjarnasyni (RB mælingum ehf), dags. 14.03.06.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


12. Gæðir ehf, Bíldshöfða 14, Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 20 við Hrísaskóga á lögbýlinu Hrísum, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Ragnari Bjarnasyni (RB mælingum ehf), dags. 14.03.06.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


13. Fallorka ehf, Logafold 59, Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja sumarhús með kjallara undir á lóð úr lögbýlinu Völlum, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Ragnari Auðunni Birgissyni, dags. 10.03. 2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


14. Sunnutröð ehf, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 4 við Sunnutröð, Eyjafjarðrsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 21.03. 2006, verk nr. 05-333.
Byggingarnefnd frestar erindinu  þar sem ekki liggur fyrir hver er handhafi lóðarinnar.  Jafnframt bendir nefndin á að teikningar uppfylla ekki ákvæði byggingarreglugerðar um geymslu, grein 81.2.


15. Sunnutröð ehf, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 6 við Sunnutröð, Eyjafjarðrsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 21.03. 2006, verk nr. 05-334.
Byggingarnefnd frestar erindinu  þar sem ekki liggur fyrir hver er handhafi lóðarinnar.


16. Dagsbrún hf, Síðumúla 28, Reykjavík hefur gert samkomulag við eiganda jarðarinnar Engimýrar, Hörgárbyggð um að reisa lítið mastur fyrir loftnet.  Sótt er um leyfi fyrir uppsetningu á þessum búnaði, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Gaut þorsteinsson, dags. 3.3.06, verk nr. 164.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00

Hreiðar Hreiðarsson
Bragi Pálsson
Klængur Stefánsson
Jónas Baldursson
Jósavin Gunnarsson
Valtýr Sigurbjarnarson ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni síðunnar?