Byggingarnefnd

48. fundur 11. desember 2006 kl. 22:48 - 22:48 Eldri-fundur

árið 2006, þriðjudaginn 25. apríl, kl. 13.30, kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 48. fundar að óseyri 2, Akureyri.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:


1. Grímseyjarhreppur, Grímsey, sækir um leyfi til að byggja parhús við Vallargötu í Grímsey, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 07.04. 2006, verk nr. 06-403.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


2. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja við þjónustuhús að Laufási, Grýtubakkahreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH teiknistofu, dags. 31.01. 2006, breytt 25. 04. 2006.
Byggingarnefnd frestar afgreiðslu erindisins þar sem ýmsar upplýsingar vegna þess bárust seint og ekki liggja fyrir skriflegar umsagnir vegna grendarkynningar.  Nefndin bendir á að henni finnist sú viðbygging sem sýnd er við gamla þjónustuhúsið falli ekki vel að því, eða nýlega byggðum nálægum húsum þar sem þess var gætt að þakhalli og önnur atriði um útlit bygginganna féllu sem best að því sem fyrir var.  Athugandi væri að byggja stakstætt hús með tengingu við núverandi þjónustuhús og leitast með því við að halda ákveðnu heildaryfirbraðgi á byggingum á staðnum.


3. Adolf Ingi Erlingsson, Sporðagrunni 5, Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 37 í Heiðarbyggð (lögbýlinu Geldingsá), Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus, teikni-& verkfræðistofu, dags. 27.03. 2006, verk nr. 030102.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


4. Stefán þengilsson og Soffía Friðrikssdóttir, Höfn II, Svalbarðsstrandarhreppi, sækja um leyfi til að byggja vélageymslu úr stálgrind á Höfn II, Svalbarðsströnd, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Guðmund Gunnarsson, dags. 28.08. 2006.
Vegna fyrirliggjandi erindis fór byggingarnefnd í vettvangsferð til að kynna sér vel allar aðstæður.  Nefndin vill koma þeirri skoðun sinni á framfæri að hús af þessari stærð og hæð fari ekki vel á þessum stað.  það sjónarmið var rætt við umsækjanda á staðnum og hann lýsti fullum vilja sínum til að lækka húsið svo sem kostur væri.  þrátt fyrir að nefndin telji þetta hús ekki heppilegt á staðnum telur byggingarnefnd ekki fært að synja erindinu þar sem fyrir liggur samþykki sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps, Skipulagsstofnunar, Umhverfisráðuneytis og Vegagerðar vegna skipulagstengdra ákvæða er varðar þetta tiltekna hús sem sótt er um.


5. Hörður Guðmundsson, Svertingsstöðum II, Eyjafjarðarsveit sækir um leyfi til að byggja fjós á jörð sinni á Svertingsstöðum, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, ívar Ragnarsson, dags. 21.04. 2006, verk nr. 06-501.
Byggingarnefnd frestar erindinu þar sem ekki liggur fyrir leyfi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar og skipulagsstofnunar.


6. ívar Ragnarsson, Gásum Hörgárbyggð, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 4 í landi Jódísarstaða, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, ívar Ragnarsson, dags. 21.04. 2006, verk nr. 05-336.  Leyfi var gefið fyrir jarðvegsskiptum á 47. fundi nefndarinnar 23. mars 2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


7. Stefán Stefánsson, Stapasíðu 12, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og bílskúr á lóð nr. 10, Sóltún í landi Jódísarstaða, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Stefáni Ingólfssyni, dags. 21/3 2006, verk nr. 294.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

8. Garðsbúið ehf, Garði Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja fjós á lóð úr lögbýlinu Garði, Eyjafjarðarsveit samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á teiknistofu, ívar Ragnarsson, dags. 24.04. 2006, verk nr. 05-501.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


9. Rósberg óttarsson, Víkurgili 13, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja við sumarhús sitt á lóð nr. 2 við Hrísaskóga, lögbýlinu Hrísum, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá RB-Mælingum ehf, dags. 25.03. 2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


10. Magnús Stefánsson, Hafnarstræti 24, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja geymsluhús á lóð nr. 4 við Hrísaskóga, lögbýlinu Hrísum, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi skissum frá Húsasmiðjunni.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


11. Arngrímur Jóhannsson, Strandgötu 3, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 21, Melbrekku, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH teiknistofu, dags. 18.04. 2006. Jafnframt verður gamla húsið sem er á lóðinni rifið.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


12. Eiríkur G. Stephenssen, Hrafnagilsskóla, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús, hæð með portbyggðu risi, á lóð nr. 1 við Hjallatröð, Reykárhverfi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá P. Poulsen, dags. apríl 2006, verk nr. 06-001.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, reynist unnt að byggja hús af þessari gerð á lóðinni.


13. Sunnutröð ehf, Fögruhlíð 3, Hafnarfirði, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 6 við Sunnutröð, Reykárhverfi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 21.03. 2006, verk nr. 05-334.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


14. Sunnutröð ehf, Fögruhlíð 3, Hafnarfirði, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 4 við Sunnutröð, Reykárhverfi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 21.03. 2006, verk nr. 05-333.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


15. Fasteignir Akureyrar, Geislagötu 9, Akureyri, sækja um leyfi fyrir breytingum á Litlu-Skemmu á lögbýlinu Syðri-Skjaldarvík, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus, teikni-& verkfræðistofu, dags. 17.03. 2006, verk nr. 031004. Húsið á að nýta í tengslum við starfsemi í Miðvík og fyrir Hlíðarskóla.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00

Hreiðar Hreiðarsson Klængur Stefánsson
Kristján Kjartansson Jónas Baldursson
Jósavin Gunnarsson
Valtýr Sigurbjarnarson ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni síðunnar?