Byggingarnefnd

51. fundur 11. desember 2006 kl. 23:01 - 23:01 Eldri-fundur

árið 2006, föstudaginn 7. júlí, kl. 13.30, kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 51. fundar að óseyri 2, Akureyri.

á fundi Héraðsnefndar Eyjafjarðar þann 5. júlí 2006 var kosið í Byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis samkvæmt tilnefningu frá viðkomandi sveitarfélögum.
Aðalmenn: árni Kristjánsson, Bragi Pálsson, Hermann Gunnar Jónsson, Klængur Stefánsson og Kristján Kjartansson.
Varamenn: Reynir Björgvinsson (fyrir áK), Egill Bjarnason (fyrir BP), Pálmi Laxdal (fyrir HGJ), Haukur Steindórsson (fyrir KS) og Hringur Hreinsson (fyrir KK).

Byggingarfulltrúi setti fund og bauð menn velkomna til þessa fyrsta fundar í nýkjörinni nefnd.  En fyrsta mál nýrrar byggingarnefndar er að kjósa formann og varaformann.  Tillögur komu fram um að árni Kristjánsson verði formaður og Klængur Stefánsson varaformaður.  Tillögurnar voru samþykktar samhljóða.
Formaður tók síðan við fundarstjórn og þakkaði það traust sem sér væri sýnt.  ákveðið var að hafa fasta fundardaga fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði og aukafund hálfum mánuði síðar þá mánuði sem flest erindi berast, ef  þörf krefur.  Síðan var gengið til dagskrár.

Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:

1. Birgir Pétursson, þverholti 6, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 1 við Sunnuhlíð, sem er deiliskipulagt sumarhúsasvæði við Grenivík, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus, teikni- & verkfræðisstofu, dags. 19.04. 2006, verk nr. 051104.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


2. Sævar Helgason, Heiðarlundi 7 d, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 14 við Sunnuhlíð, sem er deiliskipulagt sumarhúsasvæði við Grenivík, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus, teikni- & verkfræðisstofu, dags. 22.05. 2006, verk nr. 060405.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


3. ásdís árnadóttir, Skarðshlíð 2e, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja sólstofu við núverandi frístundahús í landi Mógils, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 12.06. 2006, verk nr. 99-201.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


4. Kjartan Pálsson, Mógili 2, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á jörðinni Mógili 2, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 27.06. 2006, verk nr. 06-318.
Byggingarnefnd frestar erindinu og gerir athugasemd við herbergi sem liggur að stofu , sbr. gr. 79.1 í byggingarreglugerð þar sem segir:  Samanlagt ljósop glugga hvers herbergis skal ekki vera minna en sem svarar til 1/1o af gólffleti þess.  þó skulu gluggar íbúðarherbergja ekki vera minni en 1 m2.


5. úlfar Arason, Klöpp, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi til að breyta íbúðarhúsi og byggja við það og byggja bílgeymslu á lögbýlinu Klöpp, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Kollgátu, arkitektúr-hönnun, dags. 27.06.06.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

6. Eiríkur H. Hauksson, þórsmörk, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóð nr. 15, Vaðlabrekku, lögbýlinu Veigastöðum, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Stefáni Ingólfssyni, dags. 08.04. 2006, verk nr. 311.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við fram lagðar teikningar en frestar afgreiðslu erindisins þar sem ekki liggur fyrir staðfest skipulag af byggingarsvæðinu.


7. Jón Gunnar Gunnlaugsson, Brekkuskógum 6, álftanesi, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 5 í Kotabyggð, lögbýlinu Veigastöðum, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Klöpp, dags. júní 2006, verk nr. V 05-115.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


8. Tryggvi árnason, Stapasíðu 1, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja geynsluskúr á lóð nr. 40, í Kotabyggð, lögbýlinu Veigastöðum, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


9. óli G. Jóhannsson, Háhóli, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús sitt á lóð nr. 9, (Háhóll), í landi Eyrarlands, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus, teikni- & verkfræðisstofu, dags. 20.06. 2006, verk nr. 050302.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


10. þorsteinn Jökull Vilhjálmsson, Flögusíðu 1, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja frístundahús á lóð nr. 28 a, í landi álfaklappar, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 12.05. 2006, verk nr. 06-312.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


11. Ingvar Björnsson, Hafnarstræti 24, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja 9,2 fermetra grillhús á lóð nr. 27, í landi Leifsstaða, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


12. Einar Ingi Einarsson, Langholti 26, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja 10 fermetra geymsluhús á lóð (landnúmer 152636) í landi Hólakots, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


13. Hjörtur Haraldsson, Víðigerði, Eyjafirði, sækir um leyfi til að byggja við fjós á jörð sinni Víðigerði, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tómasi Böðvarssyni, dags. maí 2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


14. Hörgárbyggð, sækir um leyfi til að byggja við leikskólann álfastein, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus, teikni- & verkfræðisstofu, dags. 22.06. 2006, verk nr. 051004.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


15. Fasteignir Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, sækja um leyfi til að breyta byggingu í landi Skjaldarvíkur, Hörgárbyggð, sem nú er íbúð og vélageymsla, í skólahúsnæði, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH, arkitektúr-verkfræði-hönnun, dags. 06.06.2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


16. R. Egill Sigurðsson, Brekkuhúsi 4, Hjalteyri, sækir um leyfi til að byggja geymsluhús á sumarhúsalóð nr. III, við Hjalteyri, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:20

árni Kristjánsson Bragi Pálsson
Kristján Kjartansson Pálmi Laxdal
Jósavin Gunnarsson byggingarfulltrúi
Valtýr Sigurbjarnarson ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni síðunnar?