Byggingarnefnd

53. fundur 11. desember 2006 kl. 23:02 - 23:02 Eldri-fundur

árið 2006, þriðjudaginn 12. september, kl. 13.30, kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 53. fundar að óseyri 2, Akureyri.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:


1. Kristinn örn Jónsson, Furulundi 29, Akureyri, sækir um leyfi fyrir sumarhúsi á lóð nr. 8 í sumarhúsahverfinu Sunnuhlíð við Grenivík, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá ABS teiknistofu dags. í ágúst 2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en skila þarf inn afstöðumynd frá aðalhönnuði og einnig vantar umsögn frá eldvarnareftirliti.


2. Sveinn I. Halldórsson, Seljahlíð 3 i, Akureyri, sækir um leyfi fyrir sumarhúsi á lóð úr landi Sigluvíkur, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Magnúsi Sigsteinssyni, verk nr. 0941-05, dags. 22.08.2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en skila þarf inn nýjum teikningum vegna athugasemda frá eldvarnareftirliti.


3. ómar Friðriksson, Hjarðarholti, Akureyri, sækir um leyfi fyrir einbýlishúsi á lóð úr landi Heiðarholts, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Sæmundi óskarssyni dags. ágúst 2006, sbr. 3. tölulið 52. fundar byggingarnefndar frá 18. ágúst sl.
Nú liggja fyrir fullgerðar teikningar og samþykkir byggingarnefnd þær.


4. Sverrir Páll Erlendsson, ásvegi 29, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 32 í Heiðarbyggð í landi Geldingsár, Svalbarðsströnd, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Kollgátu, arkitektúr-hönnun, dags. 16.05.06. sbr. 3. tölulið 52. fundar byggingarnefndar frá 18. ágúst sl.
Nú eru lagðar inn breyttar teikningar, þar sem kjallari er settur undir hluta af húsinu
Byggingarnefnd samþykkir teikningarnar.


5. Fjárfestingarfélagið Gaumur ehf, Suðurlandsbraut 48 Reykjavík, sækir um leyfi fyrir sundlaug við íbúðarhúsið Sunnuhvál á lóð nr. 12 í Vaðlabyggð, Svalbarðstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH teiknistofu dags. í ágúst 2006, einnig eru lagðar fyrir reyndarteikningar af íbúðarhúsinu.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en minnir á að farið verði að þeim öryggiskröfum sem gilda um sundlaugar.


6. Níels Hjaltason, Lækjarhjalla 32, Kópavogi, sækir um leyfi fyrir 11,5 fermetra aðstöðuhúsi á sumarhúsalóð nr. 6 í Leifsstaðabrúnum, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt ófullgerðum teikningum frá Runólfi þ. Sigurðssyni
Byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi fyrir húsið í 2 ár.


7. úlfar Vilhjálmsson, Laxárvirkjun 8, Aðaldælahreppi, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu og breytingu á vélageymslu í íbúðarhús á lóð úr landi öngulsstaða 1, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Tækniþing ehf Húsavík, verk nr. 06.36.00.03, dags. 31.07.2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

 

8. Gísli Hallgrímsson, Brúnalaug, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir að rífa gamalt gróðurhús og byggja nýtt stærra hús á sama stað á jörðinni Brúnalaug, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Birgi ágústssyni dags. í ágúst 2006.
Byggingarnefnd frestar afgreiðslu á erindinu þar sem teikningar eru ófullgerðar og samþykki vantar frá sveitarstjórn.


9. Vignir Sigurðsson, Litlu-Brekku, Arnarneshreppi, sækir um leyfi fyrir breytingu á áður samþykktum bílskúr, ásamt millibyggingu við íbúðarhúsið í Litlu-Brekku, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH teiknistofu dags. 25.08.2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


10. Kristján Hermannsson, Eikarlundi 27, Akureyri, sækir um leyfi fyrir geymsluskúr á jörðinni Hallfríðarstaðakoti, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá umsækjanda.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.00

árni Kristjánsson, Bragi Pálsson
Kristján Kjartansson, Klængur Stefánsson
Hermann Jónsson, Jósavin Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?