Byggingarnefnd

54. fundur 22. febrúar 2007 kl. 13:21 - 13:21 Eldri-fundur
árið 2006, þriðjudaginn 24. október, kl. 13.30, kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 54. fundar að óseyri 2, Akureyri.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:

1. Sigurbjörn Höskuldsson, Réttarholti, Grýtubakkahreppi, sækir um leyfi til að byggja verkstæðishús á lögbýlinu Réttarholti, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá es teiknistofu, (Kjartan), dags. 22.09. 2006, verk nr. 0601.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, enda verði uppfylltar kröfur um brunavarnir vegna atugasemda frá eldvarnareftirliti.

2. Kristinn ásmundsson, Höfða II, Grýtubakkahreppi, sækir um leyfi fyrir flatgryfju á lögbýlinu Höfða II, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Byggingarþjónustu Bændasamtaka íslands (Magnúsi Sigsteinssyni), dags. 19.10. 2006, verk nr. 0944-30.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

3. Eiríkur H. Hauksson, þórsmörk, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóð nr. 15 við Vaðlabrekku í landi Veigastaða, Svalbarðsströnd, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Stefáni Ingólfssyni, dags. 08.04. 2006. sbr. 6. tölulið 51. fundar frá 7. júlí sl.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en bendir á 84. gr. í byggingarreglugerð um sorpgeymslur, þar sem ekki kemur fram á teikningum að ákvæði þeirrar greinar séu uppfyllt.

4. Kan-hús ehf, Miðholti 4, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 38 við Kotabyggð í landi Veigastaða, Svalbarðsströnd, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Kollgátu, arkitektúr-hönnun, dags 29.09.06.
Byggingarnefnd frestar erindinu þar sem teikningar bárust rétt fyrir fund og umsögn vantar frá eldvarnareftirliti. Einnig er misræmi í byggingarlýsingu og nefndin gerir athugasemd við hæð á suðurstafni vegna lagnakjallara sem sýndur er undir húsinu.

5. Jón Bergur Arason, þverá, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir safntanki við Eyjafjarðará í landi þverár, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Verkfræðistofu Norðurlands, dags. 23. okt. 2006, verk nr. 0838-10, en fyrirhugað er að dæla svínaskít frá svínabúinu í Teigi í tankinn.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en fer fram á að hönnuður skili inn afstöðumynd.

6. Gísli Hallgrímsson, Brúnalaug, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir að rífa gamalt gróðurhús og byggja nýtt stærra hús á sama stað á jörðinni Brúnalaug, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Birgi ágústssyni, dags. í ágúst 2006, sbr. 8. tölulið 53. fundar.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

7. Jónatan Tryggvason, Kvíabóli, Eyjafjarðarsveit, (landspilda úr Litla-Hamri) óskar eftir leyfi fyrir flutningi á stálgrindahúsi að Kvíabóli. Meðfylgjandi er upprunaleg teikning frá Héðni af húsinu, en það var notað sem skólastofur í Grindavík.
Erindið var kynnt en afgreiðslu frestað þar sem fyrirliggjandi teikningar voru ekki fullnægjandi.

8. Wilhelm V. Steindórsson, fyrir hönd landeiganda Leynings í Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir geldneytahúsi sem fyrirhugað er að reisa við fjósið í Leyningi, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Byggingarþjónustu Bændasamtaka íslands (Magnúsi Sigsteinssyni), dags. 12.10. 2006.
Erindið var kynnt en afgreiðslu frestað þar sem fullnægjandi gögn voru ekki fyrirliggjandi.

9. Sigurður Arason, Hraungerði 19, Akureyri, sækir um leyfi fyrir aðstöðuhúsi á skógræktarlóð nr. 19 á jörðinni Hálsi, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum, dags. í sept. 2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

10. Jóhann þ. Sigurðsson, Brekkutröð 3, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja garðhús á lóð nr. 3 við Brekkutröð í Reykárhverfi, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum og afstöðumynd.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

11. Hreinn H. Jósavinsson, Auðnum I, Hörgárbyggð, sækir um leyfi til að byggja garðhús á jörð sinni Gloppu í öxnadal, samkvæmt meðfylgjandi teikningum og afstöðumynd.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.10

árni Kristjánsson    Egill Bjarnason
Hringur Hreinsson    Klængur Stefánsson
Hermann Jónsson    Jósavin Gunnarsson
Valtýr Sigurbjarnarson ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni síðunnar?