Byggingarnefnd

59. fundur 17. júlí 2007 kl. 11:26 - 11:26 Eldri-fundur


árið 2007, þriðjudaginn 5. júní, kl. 13:30, kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 59. fundar að óseyri 2, Akureyri.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:


1.    Ferðafélagið Fjörðungur, áshóli, Grýtubakkahreppi, 601 Akureyri, sækir um leyfi til að byggja sæluhús fyrir ferða- og gangnamenn úr timbri á Látrum á Látraströnd (á grunni gamla bæjarins), samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.
Byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þar sem teikningar eru ekki fullnægjandi og umsögn vantar frá Skipulagsstofnun.

2.    Jóhann G. Hauksson, Bakkasíðu 9, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 13 við Sunnuhlíð, Grenivík, Grýtubakkahreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH teiknistofu dags. 01.06.07.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

3.    Guðmundur H. Guðmundsson og Máni Guðmundsson, Halllandi, Svalbarðsströnd, sækja um leyfi til að byggja við og breyta íbúðarhúsi á Halllandi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Guðmundi Gunnarssyni byggingaverkfræðingi, dags. 31.08.04 með breytingum dags. 12.05. 2007, sbr, 3. tölulið 35. fundargerðar frá 19.04. 2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið en bendir á að æskilegt væri að gæta að upprunalegu svipmóti hússins við endurnýjun á gluggum og í viðbyggingum við það, sbr. gr. 79.12 í bygggingarreglugerð nr. 441/1998, með síðari breytingum.

4.    Sigurður E. Valgarðsson, Sólgarði, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja geymsluhús á lóð nr. 1 við Brúnahlíð, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá ABS, teiknistofu, dags. 23. maí 2007.
Byggingarnefnd samþykkir teikninguna, en gerir tllögu til sveitarstjórnar um að húsið fái stöðuleyfi til 10 ára, sem framlengja mætti að þeim tíma liðnum.

5.    Matthías Frímannsson, Hafnarstræti 23, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja geymsluskúr á lóð nr. 7 í Leifsstaðabrúnum, Leifsstöðum, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá framleiðanda, jafnframt verðu fjarlægður skúr sem samþykktur var 12. júní 2001.
Byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi til 5 ára.

6.    Ingvar Björnsson, Hafnarstræti 24, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja við aðstöðuhús á lóð nr. 27 í Leifsstaðabrúnum, Leifsstöðum, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Form, dags. 21.02.2007.
Samkvæmt teikningum er ekki hægt að fallast á að umrætt hús sé aðstöðuhús þar sem teikningar sýna fullbúið 66.8m2 sumarhús.  í því samhengi má til frekari rökstuðnings benda á afgreiðslu byggingarnefndar frá 29. júní 1993, þar sem samþykkt var að flytja sumarhús til að setja niður á umrædda lóð á skipulögðu sumarbústaðasvæði í landi Leifsstaða í Eyjafjarðarsveit, sbr. einnig samþykkt byggingarnefndar frá 9. ágúst 1994 vegna viðbyggingar við þetta sama sumarhús.
Samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar þann 30.08.05 er lóðin nr. 27 í Leifsstaðabrúnum íbúðarhúsalóð með leyfi fyrir 30m2 aðstöðuhúsi.  Stækkun á sumarhúsi samræmist því ekki deiliskipulagi.

Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar afgreiddi erindið um stækkun á aðstöðuhúsi í 66.8m2 á fundi sínum 17. apríl 2007, sem var staðfest af sveitastjórn á fundi 8. maí 2007, með eftirfarandi bókun:
 “ágúst Hafsteinsson, arkitekt, gerði grein fyrir erindinu sem fjallar um stækkun á húsi, sem skv. deiliskipulagi svæðisins er skilgreint sem aðstöðuhús. Deiliskipulagið gerir að öðru leyti ráð fyrir að á svæðinu megi byggja tvö íbúðarhús og að umrætt hús, sem fyrir var á svæðinu, yrði skilgreint sem aðstöðuhús (gestahús) á annari lóðinni. Skipulagsnefnd leggst ekki gegn erindinu en gerir þá kröfu að kvöð um að ekki verði heimilt að skipta lóðinni upp í tvær eignir verði þinglýst á lóðina.”
Byggingarnefnd telur afgreiðslu skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar á erindinu óeðlilega því mannvirkið sem um ræðir samræmist ekki deiliskipulagi.
Vegna ofangreindra atriða getur byggingarnefnd ekki fallist á stækkun sumarhúss á lóðinni og hafnar erindinu.

7.    Tryggvi Jóhannsson, Hvassafelli, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja lausagöngufjós á jörð sinni, Hvassafelli, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá HSá teiknistofu, ívari Ragnarssyni, dags. 08.02. 2007, verk nr. 07-501, sbr. 7. tölulið 57. fundargerðar frá 3. apríl 2007.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

8.    þór Aðalsteinsson, Kristnesi, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja mjólkurhús og mjaltabás við fjós á jörðinni Kristnesi, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Hannarri, dags. 05.09. 2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið sitt leyti, en lagfæra þarf teikningar vegna athugasemda frá eldvarnareftirliti.

9.    Hörgárbyggð, þelamerkurskóla, sækir um leyfi til þriggja ára, að setja niður tvö snyrtihús á landspildu úr Gáseyri, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum frá framleiðanda, ásamt afstöðumynd frá VN, dags. 1/6 2007.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10.    Sverrir Haraldsson, Skriðu, Hörgárbyggð, sækir um leyfi til að byggja sambyggt hesthús og fjárhús með steyptu haughúsi undir, á lögbýlinu Skriðu, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Luigi Bartolozzi, dags. 01.06. 2007.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við teikningarnar en frestar afgreiðslu þar sem öll tilskilin gögn eru ekki til staðar.

11.    Vignir Sigurðsson, Litlu-Brekku, Arnarneshreppi, sækir um leyfi fyrir breytingu á áður samþykktum bílskúr, ásamt millibyggingu við íbúðarhúsið í Litlu-Brekku, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH teiknistofu dags. 25.08.2006, sbr. 9. tölulið 53. fundargerðar frá 12. september 2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00

árni Kristjánsson    Bragi Pálsson
Klængur Stefánsson    Kristján Kjartansson
Pálmi Laxdal
Jósavin Gunnarsson


Valtýr Sigurbjarnarson ritaði fundargerð
Getum við bætt efni síðunnar?