Byggingarnefnd

57. fundur 19. júlí 2007 kl. 08:23 - 08:23 Eldri-fundur
árið 2007, þriðjudaginn 3. apríl, kl. 13:30, kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 57. fundar að óseyri 2, Akureyri.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:


1.    Telma Brymdís þorleifsdóttir, Laugartúni 6a, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi til að setja hurð á suðurstafn á raðhúsi að Laugartúni 6a, Svalbarðseyri, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

2.    Guðríður Snjólfsdóttir, Laugartúni 8, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi til að stækka glugga og setja hurð á suðurstafn á parhúsi að Laugartúni 8, Svalbarðseyri, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

3.    Guðmundur Bjarnason, Svalbarði, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi til að breyta fjósi og hlöðu á lögbýlinu Svalbarði, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Magnús Sigsteinsson, dags. 14.03. 2007, verk nr. 0953-10.
Byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að teikningar verði lagfærðar miðað við athugasemdir eldvarnareftirlits.

4.    Unnur Karlsdóttir, Vaðlabyggð 3, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi til að byggja baðhús og að setja skyggni yfir aðalhurð á íbuðarhúsinu nr. 3 við Vaðlabyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá HSá teiknistofu, dags. 17.07.2006, verk nr. 05-310.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

5.    THG ehf. Vagnhöfða 21, Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 41 í Kotabyggð á jörðinni Veigastöðum, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Kollgátu, dags. 14.03.07.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6.    THG ehf. Vagnhöfða 21, Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 42 í Kotabyggð á jörðinni Veigastöðum, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Kollgátu, dags. 14.03.07.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

7.    Tryggvi Jóhannsson, Hvassafelli, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja lausagöngufjós á jörð sinni, Hvassafelli, samkvæmt meðfylgjandi tillöguteikningum frá H.S.á teiknistofu, ívari Ragnarssyni, dags. 08.02. 2007, verk nr. 07-501.
Erindið lagt fram til kynningar en afgreiðslu frestað, þar sem teikningar eru ekki fullunnar og samþykki vantar frá sveitarstórn.

8.    Valgerður Jónsdóttir og Rúnar ísleifsson, Espihóli I, Eyjafjarðarsveit, sækja um leyfi til að byggja einbýlishús, á lóð úr jörðinni Espihóli, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá STOð, ehf, dags. 16.03. 2007, verk nr. 72041.
Jafnframt er sótt um að fjarlægja núverandi hús af lóðinni.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

9.    Guðjón þórir Sigfússon, Austurvegi 42, Selfossi, sækir um leyfi f.h. Og fjarskipta ehf, til að byggja tækjahús á lóð í landi Engimýrar í öxnadal, til nota fyrir Neyðarlínuna og Vodafone, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá VGS verkfræðistofu, dags. 01.02. 2007, verk nr. 03 002.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
10.    Nú var mættur á fundinn Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, til að fara yfir álit sem hann fékk frá lögfræðingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um eftirlit með gatnagerð og veitulögnum á skipulögðum svæðum á vegum einkaaðila.
í svari lögfræðisins til Bjarna segir: ”Líta má svo á að það þurfi byggingarleyfi vegna gatnagerðarinnar sbr. 36.gr. skipulags-og byggingarlaga þar sem ekki er um að ræða gatnagerð á vegum opinberra aðila eða skv. sérlögum. þar sem byggingarleyfis er krafist verður virk hefðbundin eftirlitsskylda sbr. 40. & 41. gr. skipulags-og byggingarlaga.”

ákveðið var að leita eftir frekari niðurstöðu um málið hjá úrskurðarnefnd skipulags-og byggingarmála, en í niðurlagi 36.gr. segir; ”Leiki vafi á því hvort mannvirki er háð byggingarleyfi skal leita niðurstöðu úrskurðarnefndar, sbr. 8. gr.”


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00

árni Kristjánsson    Klængur Stefánsson
Kristján Kjartansson    Pálmi Laxdal

Jósavin Gunnarsson


Valtýr Sigurbjarnarson ritaði fundargerð
Getum við bætt efni síðunnar?