Byggingarnefnd

62. fundur 10. október 2007 kl. 09:13 - 09:13 Eldri-fundur
árið 2007, föstudaginn 5. október, kl. 13:30, kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 62. fundar að óseyri 2, Akureyri.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:

1. Bríet þorsteinsdóttir Tékklandi (b.t. Jóns Helga Péturssonar ægissíðu 22, Grenivík), sækir um leyfi fyrir íbúðarhúsi á lóð nr. 12 við Sæland á Grenivík, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Kollgátu, sbr. 1. tölulið 59. fundargerðar frá 5. júní 2007.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

2. Sveinn Sigurbjörnssom ártúni, Grýtubakkahreppi, sækir um leyfi fyrir garðhúsi við íbúðarhús sitt að ártúni. Meðfylgjandi eru teikningar af húsinu og afstöðumynd.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

3. Kristján Kjartansson Einhóli Svalbarðsströnd, sækir um leyfi fyrir að trésmíðaverkstæði á lóð í landi Mógils verði breytt í geymsluhúsnæði.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

4. Höfðahús íbúðaleiguf. ehf Lónsbakka, Hörgárbyggð, sækir um leyfi fyrir frístundahúsi á lóð nr. 37 í Kotabyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Vektor-hönnun og ráðgjöf dags. 28.09.2007.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

5. Anna Kristín þórsdóttir Freyjunesi 6, Akureyri, sækir um leyfi fyrir baðhúsi á íbúðarhúsalóinni að Fosslandi 3, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, verk nr. 05-307. Erindið var grendarkynnt fyrir íbúum við Fossland og samþykktu allir aðilar byggingu hússins.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

6. Atli Hörður Bjarnason Rifkelsstöðum I, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir að breyta hlöðu og fjósi ásamt viðbyggingu á jörðinni Rifkelsstöðum I, samkvæmt meðfyllgjandi teikningum frá Byggingarþjónustu Bændasamtaka íslands, verk nr. 0971-10.
Byggingarnefnd samþykkir erindið enda verði teikningar lagfærðar í samræmi við athugasemdir frá eldvarnareftirliti.

7. Dagný Linda Kristjánsdóttir Kolgerði 3, Akureyri, sækir um leyfi fyrir einbýlishúsi á Jórunnarstöðum 2, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH teiknistofu. Fram kemur í byggingarlýsingu að flytja á hús sem byggt var 1982 og byggja viðbyggingu við það.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en bendir húsbyggjendum á, að eftir breytingar sem þarf að gera á húsinu, að það standist kröfur byggingarreglugerðar um íbúðarhús.

8. Hestamannafélagið Funi Gránufélagsgötu 27 Akureyri, sækir um leyfi fyrir að breyta útliti á áður samþykktri reiðskemmu á Melgerðismelum, samkvæmt teikningum eftir Jónas Vigfússon, verk nr. 2005.02, sbr. 4. tölulið 44.fundargerðar frá 8. nóvember 2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

9. B. Hreiðarsson ehf þrastarlundi, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 5 við Hjallatröð í Reykárhverfi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni-& verkfræðistofu verk nr. 070901.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

10. Albert Jensen Syðra-Brekkukoti, Arnarneshreppi, sækir um leyfi fyrir geymslubyggingu á jörðinni Syðra-Brekkukoti, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Jónas Vigfússon, dags. 17. sept. 2007, verk nr. 2007.04.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

11. þórhallur Arnórsson Jörfabyggð 10, Akureyri, sækir um leyfi fyrir breyttri notkun á Hjalteyrarskóla (Skruggu) og sameina matshluta úr tveimur í einn, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Bjarna Reykjalín. Húsnæðið verður íbúð með bílageymslu í kjallara og óráðstöfuðu rými þar til annað verður ákveðið.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:15

árni Kristjánsson Egill Bjarnason
Klængur Stefánsson Kristján Kjartansson
Pálmi Laxdal Jósavin Gunnarsson
Getum við bætt efni síðunnar?