Byggingarnefnd

65. fundur 26. mars 2008 kl. 10:45 - 10:45 Eldri-fundur

árið 2008, mánudaginn 17. mars, kl. 13.30, kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 65. fundar að óseyri 2, Akureyri. Formaður árni Kristjánsson setti fundinn.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:


1. Gunnar Hákonarson, Fannagili 3, Akureyri, sækir um leyfi til að breyta þakgerð á frístundahúsi á lóð nr. 19 í landi Geldingsár, Svalbarðsstrandarhreppi, en þakið fauk af húsinu þegar það var í byggingu. Meðfylgjandi teikningar eru frá H.S.á. teiknistofu dags. 12.09. 2007, verk nr. 04-1215.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

2. G. Pálsson ehf, Lækjartúni 2, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 25 í Heiðarbyggð í landi Geldingsár, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Klöpp dags. febr. 2008, verk nr. V 07-101.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

3. Karl Jónsson, Strandgötu 11, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að byggja einbýlishús að Hamrafelli, sem er lóð úr landi Vaðlafells, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir árna G. Kristjánsson, dags. 07.07 2007, verk nr. á07-004.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

4. Vilborg Daníelsdóttir, Tjarnargerði, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að staðsetja fjóra 20 feta gáma á lóð íbúðarhússins að Tjarnargerði Eyjafjarðarsveit, afstöðumynd fylgir erindinu.
Með vísan í gr. 71.2 í byggingarreglugerð um gáma getur byggingarnefnd ekki samþykkt erindið. Bendir nefndin umsækjanda á að snúa sér til sveitarstjórnar þar sem hún telur að um skipulagsmál sé að ræða og þeim þætti þurfi að ljúka áður en byggingarnefnd afgreiðir erindið.

5. Rögnvaldur R. Símonarson, Björk, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að breyta skráningu á ferðaþjónusturými í íbúðarhúsnæði, enda sterfsemi verið hætt. Um er að ræða hluta af neðri hæð íbúðarhússins að Björk og viðbyggingu við það, sem yrði sameinað íbúðarhúsinu.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6. Fallorka ehf, Rangárvöllum, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja yfirfallsstíflu úr steinsteypu við Djúpadalsvirkjun 2, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Verkfræðistofu Norðurlands ehf og Línuhönnun hf, dags. feb. 2008.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

7. Ruval ehf, Laugartröð 3, Reykárhverfi, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja 9 fermetra geymsluskúr á lóð nr. 3 við Laugartröð, Reykárhverfi, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum frá framleiðanda.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

8. Eyjafjarðarsveit, Syðra-Laugalandi, sækir um leyfi til að breyta 2. hæð norðurálmu heimavistar Hrafnagilsskóla, í skrifstofur, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH teiknistofu, dags. 26.02 2008.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Bréf frá slökkviliðsstjóra dags. 18. febrúar s.l. um skil á gögnum til eldvarnareftilits vegna yfirferðar á teikningum og afgreiðslu byggingarnefndar á erindum.
Lagt fram til kynningar.

10. Byggingarfulltrúi lagði fram til kynningar drög að nýjum samningi um rekstur Byggingarfulltrúaembættisins, en þar er gert ráð fyrir að þau sveitarfélög sem aðild eiga að embættinu taki við stjórn þess í stað Héraðsnefndar. Valtýr Sigurbjarnarson framkvæmdastjóri Héraðsnefndar, sem nú var mættur á fundinn fór í stuttu máli yfir aðdraganda að þessum breytingum og sagði að samningsdrögin væru nú til afgreiðslu hjá viðkomandi sveitarstjórnum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. : 16.00

árni Kristjánsson Egill Bjarnason Pálmi Laxdal
Klængur Stefánsson Hringur Hreinsson Jósavin Gunnarsson
Getum við bætt efni síðunnar?