Byggingarnefnd

69. fundur 09. október 2008 kl. 09:59 - 09:59 Eldri-fundur
árið 2008, þriðjudaginn 7.október, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 69. fundar að óseyri 2, Akureyri.  Formaður, árni Kristjánsson, setti fundinn.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.

1.    Plastás ehf, óseyri 4, Akureyri, sækir um leyfi fyrir sumarhúsi á lóð nr. 13 í Heiðarbyggð, Geldingsá, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá H.S.á. teiknistofu, dags. 12.08.2008, verk nr. 08-1203.
Bygggingarnefnd samþykkir erindið.

2.    Helga árnadóttir, Laugalind 1, Kópavogi, sækir um leyfi fyrir 9 fermeta garðhýsi á landspildu úr jörðinni Mógili, Svalbarðsstrandarhreppi. Meðfylgjandi eru teikningar frá framleiðanda Lillevilla.
Bygggingarnefnd samþykkir erindið.

3.    Friðgeir Valdimarsson, Mýrarvegi 113, Akureyri, sækir um leyfi fyrir 9 fermetra geymsluskúr á lóð nr. 4 í Kotabyggð, Veigastöðum, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá framleiðanda, Lillevella.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

4.    Tómas Ingi Olrich, leggur fyrir breyttar teikningar dags. 1.10.2008 af einbýlishúsi og bílskúr eftir Svan Eiríksson á jörðinni Knarrarbergi, Eyjafjarðarsveit, sbr. 9. tölulið 67. fundar frá 24. júní 2008.
Byggingarnefnd samþykkir teikningarnar.

5.    örlygur þór Helgason, þórustöðum 7, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir einbýlishúsi að örlygsstöðum, lóð úr jörðinni þórustöðum 2, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Kollgátu dags. 29.08.2007.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

6.    þór Hjaltason, Akri, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir sólskála, viðbygging við íbúðarhúsið á Akri, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Indriða Arnórsson, dags. ágúst 2008.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

7.    ólafur G. Vagnsson, Hlébergi, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir 20 feta gámi (jarðhýsi) að Hlébergi. Gámurinn verður grafinn í jörð og hulinn jarðvegi að öllu leyti nema austurendi þar verður sett timburþil.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

8.    Bréf frá Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra Hörgárbyggðar dags. 22. ágúst 2008 um óviðunandi stöðu á byggingarframkvæmdum í Skógarhlíð 12, Lónsbakka. í bréfinu er vitnað í bókun á sveitarstjórnarfundi 20. ágúst sl:
,,Sveitarstjórn samþykktir að beitt verði ákvæði 3. töluliðar 14. gr. byggingarreglugerðar, sbr. 57. gr. skipulags-og byggingarlaga um þvingunarúrræði, vegna óviðunandi stöðu á byggingarframkvæmdum í Skógarhlíð 12, og felur byggingarnefnd að gera tillögu að dagsektum og/eða öðrum ráðstöfunum til að knýja á um að útlit byggingarinnar og frágangur verði viðunandi hið fyrsta.”
Byggingarnefnd leggur til að sveitarstjórn geri kröfu um að byggjandi Skógarhlíðar 12 geri húsið fokhelt (samkv. lýsingu íST 51:2001) innan þriggja mánaða.
Verði byggjandi ekki við beiðni sveitarstjórnar mun ákvæði um dagsektir sbr. gr. 14.3 í byggingarreglugerð verða beitt.
óheft aðgengi inn í húsið og á vinnupalla við það veldur slysahættu og geri byggjandi ekki úrbætur innan mánaðar verða þær úrbætur, sem byggingarnefnd telur nauðsynlegar, til að draga úr slysahættu gerðar á kostnað byggjanda sbr. 57. gr. skipulags og byggingarlaga.

9.     Vilborg Petersen, þrastarhóli, Arnarneshreppi, sækir um leyfi fyrir 5 fermetra geymsluskúr við bjálkahús sem er neðan ólafsfjarðarvegar á jörðinni þrastarhóli. Meðfylgjandi eru teikningar frá framleiðanda Lillevilla.
Byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi í 2 ár.

10.    Haukur Jóhannsson, Byrgi, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að íbúðarhúsið í Bragholti, Arnarneshreppi, sem byggt var 1906 verði fjarlægt af jörðinni. Fyrir liggur bréf dags. 23. júní 2008 frá Húsafriðunarnefnd þar sem ekki er gerð athugasemd við að húsið verði flutt að Vegamótum á Dalvík.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.30.

árni Kristjánsson    Klængur Stefánsson
Pálmi Laxdal        Egill Bjarnason
Kristján Kjartansson    Jósavin Gunnarsson
Getum við bætt efni síðunnar?