Byggingarnefnd

71. fundur 16. apríl 2009 kl. 08:44 - 08:44 Eldri-fundur
árið 2009, þriðjudaginn 7. apríl, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 71. fundar að óseyri 2, Akureyri. Formaður, árni Kristjánsson, setti fundinn.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.

1.    Grýtubakkahreppur, Gamla skólahúsinu, Grenivík, sækir um leyfi fyrir parhúsi að Lækjarvöllum 1 Grenivík, samkvæmt meðfylgjandi treikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 5. janúar 2009, verk nr. 09-403.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


2.    Miðpunktur ehf, Fjölnisgötu 1 b, Akureyri, sækir um leyfi fyrir viðbyggingum og breytingum á húsnæði kjötvinnslu Kjarnafæðis á Svalbarðseyri, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni-& verkfræðistofu, dags. 25. mars 2009, verk nr. 051001.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


3.    Safnasafnið Svalbarðsströnd, sækir um leyfi til þess að reka kaffihús með veitingasal fyrir 24 gesti á 1. hæð í glersal og á palli fyrir vestan hann fyrir 42 gesti, auk þess að leigja út íbúð í risi Gömlu-Búðar. Lagðar eru fram nýjar teikningar af viðkomandi starfsemi til samþykktar hjá byggingarnefnd.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, enda verði rekstur ekki hafin í húsnæðinu fyrr en fyrir ligga endanlegar teikningar, samþykktar af öllum aðilum sem málið varðar.


4.   Bjarni Rúnar Guðmundsson og Ragnheiður Austfjörð, Ránargötu 17, Akureyri, sækja um leyfi fyrir sumarhúsi á lóð nr. 4, Geldingsá, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Teiknivangi, dags. mars 2009, verk nr. 251-01.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


5.    Fríður Leósdóttir, Aðalstræti 3, Akureyri, sækir um leyfi fyrir sumarhúsi á lóð nr. 3 að Veigahalli, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá þorsteini Friðþjófssyni, dags. 12. mars 2009.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


6.    Icefox á íslandi ehf, Höfn II, sækir um leyfi fyrir baðhúsi að Vaðlabyggð 1, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Birgi ágústsson, dags. febrúar 2009.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


7.    Sumarbúðir KFUM og KFUK Hólavatni, Sunnuhlíð 12, Akureyri, sækja um leyfi fyrir viðbyggingu og breytingum á eldra húsi að Hólavatni, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Kollgátu, dags. 17. mars 2009.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


8.    Kristján Vilhelmsson, Kolgerði 3, Akureyri, sækir um leyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. A-2 á jörðinni Hólshúsum, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Bent Larsen Fróðason, dags. 01.12.2008, verk nr. 01 021.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


9.    Eyjafjarðarsveit, Syðra Laugalandi, sækir um leyfi fyrir breytingum á 1. hæð norðurálmu Hrafnagilsskóla, (innréttuð verður aðstaða fyrir aldraða) samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH teiknistofu dags. 12.02.2009.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


10.    þór Hauksson Reykdal, Meltröð 2, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir einbýlishúsi að Bakkatröð 3, Reykárhverfi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá ES teiknistofu, dags. 20.01.2009.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


11.    Kornþurrkun Eyjafjarðar, sækir um leyfi fyrir breytingum og byggingu á 20.1 fermetra húsi á steypta þakplötu á vesturenda verksmiðjuhúss, norðurálmu á Hjalteyri. Stofnuð hefur verið sér lóð fyrir þennan hluta af húsinu. Meðfylgjandi eru teikningar frá Opus teikni-& verkfræðistofu dags. 02.04.2009, verk nr.080804.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.30.

árni Kristjánsson    Klængur Stefánsson
Hermann Jónsson        Egill Bjarnason
Kristján Kjartansson    Jósavin Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?