Byggingarnefnd

73. fundur 10. júlí 2009 kl. 11:07 - 11:07 Eldri-fundur
árið 2009, þriðjudaginn 7. júlí, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 73. fundar að óseyri 2, Akureyri. Formaður, árni Kristjánsson, setti fundinn.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.

1.    Stefán Tryggvason, þórisstöðum, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi til að breyta og fullgera (sveitahótel) Hótel Natur á þórisstöðum, samkvæmt teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 14.06.2005, breyting dags. 25.06.2009, verk nr. 97-202.
Magnús Viðar Arnarsson eldvarnareftirliti hafði fyrir fundinn óskað eftir að sitja fundinn, meðan fjallað væri um erindið á þórisstöðum, en hann hafði 2. júlí sl. farið og skoðað húsnæðið. Við skoðunina kom í ljós að ekki var farið eftir samþykktum teikningum og þar að auki var búið að innrétta kjallara sem er undir hluta af húsnæðinu (áður haughús), en ekki komu fram innréttingar á honum á þeim teikningum. Magnús gerði þó nokkrar athugasemdir við teikningarnar sem nú liggja fyrir og sagðist ekki geta samþykkt þær.
Byggingarfulltrúi skýrði frá því að ekkert samráð hafi verið haft við hann um þær breytingar sem gerðar hafa verið miðað við samþykktar teikningar og engar úttektir farið fram á verkinu síðan stöðuúttekt var gerð 2005 á hluta af húsnæðinu áður en það var tekið í notkun. Byggingarfulltrúi hafði samband við byggingarstjóra verksins eftir að honum bárust fyrirliggjandi teikningar og kom fram hjá honum að framkvæmdaraðili hafi ekkert samráð haft við hann um þessa framkvæmd, sem nú er að mestu lokið og húsnæðið tekið í notkun.
Byggingarnefnd átelur umsóknaraðila og byggingarstjóra fyrir að hafa staðið að framkvæmdinni eins og að framan greinir og frestar erindinu.

2.    Kristján Kjartansson, Einhóli, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi fyrir sólstofu viðbyggingu við íbúðarhúsið á Einhóli, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Sigurði Björnssyni, dags. 4. júlí 2009.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

3.    Fjölnir ehf, Fjölnisgötu 2 b, Akureyri, sækir um leyfi fyrir sumarhúsi á lóð nr. 31 í Heiðarbyggð, Geldingsá, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Brynjari Einarssyni, dags. 01.07.2009
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

4.    Fríður Leósdóttir, Aðalstræti 3, Akureyri, sækir um leyfi fyrir breyttum teikningum (íbúðarherbergi í kjallara) af sumarhúsi að Veigahalli 3, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir þorstein Friðþjófsson, dags. 12.03.2009. Grendarkynning hefur farið fram.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

5.    Tryggvi árnason, Kvistavöllum 5, Hafnarfirði, sækir um leyfi fyrir sumarhúsi að Kotabyggð 40, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teiknigum frá Mannvirkjameistaranum ehf, dags. 15.06.2009, verk nr. 439.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

6.    Elmar Sigurgeirsson, Hríshóli, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir íbúðarhúsi á lóð úr jörðinni Hríshóli, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 04.06.2009, verk nr.09-105.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

7.    Bragi Steingrímsson, æsustöðum, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir íbúðarhúsi að æsustöðum, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Benedikt Björnsson, dags. 1. júlí 2009, verk nr. 101109.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

8.    Flugklúbbur íslands, Brekkusíðu 1, Akureyri, sækir um leyfi fyrir aðstöðuhúsi í landi Rauðhúsa, Eyjafjarðarsveit við flugvöllinn á Melgerðismelum, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Sá ehf, dags. 22.05.2009, verk nr. 710001.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

9.    Einar Tryggvi Thorlacius, Sunnutröð 2, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir geymsluskúr að Sunnutröð 2, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni-& verkfræðistofu, dags. 30.04.2009, verk nr. 050602. Grendarkynning hefur farið farm.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

10.    Garðar þorsteinsson, Teigi III, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir breytingum á núverandi gluggum og breytingum á miðhæð íbúðarhússins á Teigi III, samkvæmt meðfylgjandi teikningarskissum frá umsækjanda. áður hefur verið skipt um glugga og þeim breytt frá upprunalegu útliti.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

11.    Jóhann Tryggvason, Vöglum, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir þremur 20 feta gámum (jarðhýsi) sem nota á fyrir korn- og kartöflugeymslu. Gámarnir verða huldir jarðvegi nema annar endi þeirra. Staðsetning er sýnd á afstöðumynd.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

12.    Félagsbúið Einarsstaðir/Sílastaðir, Sílastöðum, Hörgárbyggð, sækir um leyfi fyrir 40 feta geymslugámi á jörðinni Pétursborg (Fögruvík). Staðsetning er sýnd á meðfylgjandi afstöðumynd.
Byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi í 1 ár.

13.    Helgi Jóhannsson, Sílastöðum II, Hörgárbyggð, sækir um leyfi fyrir 40 feta geymslugámi að Sílastöðum II. Staðsetning er sýnd á meðfylgjandi afstöðumynd.
Byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi í 1 ár.

14.    Skúli þór Bragason, Barmahlíð 2, Sauðárkróki, sækir um leyfi fyrir víkingaskála á lóð úr jörðinni Moldhaugum, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 13.02.2009, verk nr. 08-317.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

15     Fanney Friðriksdóttir, Reykjasíðu 19, Akureyri, sækir um leyfi fyrir sumarhúsi á lóð nr. 7 við D-Götu á jörðinni Steðja, Hörgarbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá ABS teiknistofu, dags. 05.07.2009.
Byggingarnefnd samþykkir erindið

16.    Guðmundur óskar Guðmundsson, Fannagili 23, Akureyri, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús að Hamri, Ytri-Bægisá I, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Runólfi Skaftasyni dags. júní 2009, verk nr. 0902.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

17.    Guðmundur óskar Guðmundsson, Fannagili 23, Akureyri, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við geymslu að Hamri, Ytri-Bægisá I, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teiknigu frá Runólfi Skaftasyni dags. júní 2009, verk nr. 0902.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

18.    óskar Jósefsson, Fjallalind 51, Kópavogi, sækir um leyfi fyrir gestahúsi á lóð nr. 1 í frístundabyggð á jörðinni þrastarhóli, Arnarneshreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá ABS teiknistofu, dags. 12.06.2009, verk nr. SN01.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.15.

árni Kristjánsson    Klængur Stefánsson
Kristján Kjartansson    Egill Bjarnason
Hermann Jónsson        Jósavin Gunnarsson
Getum við bætt efni síðunnar?