Byggingarnefnd

76. fundur 16. apríl 2010 kl. 08:40 - 08:40 Eldri-fundur
árið 2010, þriðjudaginn 16. mars, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 76. fundar að óseyri 2, Akureyri. Formaður, árni Kristjánsson, setti fundinn.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.

1.    PharmArctica, Lundsbraut 2, Grenivík, sækir um stöðuleyfi fyrir tveimur 20 feta gámum við norðurhlið Lundsbrautar 2. Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir staðsetningu á gámunum.
Sótt er um leyfi til tveggja ára meðan undirbúningur að viðbyggingu á sér stað.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

2.    Grýtubakkahreppur, Gamla skólahúsinu, Grenivík, sækir um leyfi fyrir að breyta sal og rýmum á 1. hæð Grenivíkurskóla, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá AVH teiknistofu, breyting dags. 15.03.2010.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

3.    Stefán Tyggvason, þórisstöðum, Svalbarðsstrandarhreppi, leggur fyrir staðfærðar og lagfærðar teiknigar af Hótel Natur á þórisstöðum, en erindinu var frestað á fundi 7. júlí 2009 m.a. vegna athugasemda frá eldvarnareftirliti.
Byggingarnefnd samþykkir framlagðar teikningar.

4.    Snæbjörn Magnússon, Skessugili 19, Akureyri, sækir um leyfi fyrir sumarhúsi og aðstöðuhúsi á lóð nr. 17 í Heiðarbyggð, Geldingsá, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Bjarna Reykjalín, dags. 27.02.2010.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

5.    Sigurgeir Garðarsson ehf, Staðarhóli, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu og breytingum á íbúðarhúsinu á Staðarhóli og sambyggðri skemmu. Gera á þrjár sjálfstæðar íbúðir í húsnæðinu auk gistiherbergja í kjallara. Meðfylgjandi eru teikningar frá ívari Ragnarssyni, dags. 15.03.2010, verk nr. 09-301.
Byggingarnefnd frestar erindinu þar sem hún telur að málið þurfi frekari skoðunar við áður en hún afgreiðir erindið.

6.    Daníel Guðmundsson Ytra-Laugalandi 2, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið að Ytra-Laugalandi 2, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá H.S.á. teiknistofu, dags. 05.01.2010, verk nr. 09-313. Fram kemur í byggingarlýsingu að setja á upp þrjár vinnubúðaeiningar, sem þak yrði sett yfir og veggir einangraðir og klæddir að utan. Lofthæð er 2.4 metrar sem er ekki nægjanlet í íbúðarhúsum nema geymslum, þvottahúsum og viðlíka rýmum.
Byggingarnefnd telur þennan byggingarmáta ekki heppilegan sem hluta af íbúðarhúsi og ekki er ólíklegt að rými sem skráð eru geymslur á teikningu verði notuð sem íbúðarherbergi. Byggingarnefndin telur sig ekki geta hafnað teiknigunni eins og hún er lögð fram. En verði einingarnar settar niður við húsið gerir nefndin kröfu um, að þak og einangrun og klæðning veggja að utan verði frágengið áður en húsið yrði tekið í notkun. Einnig eiga hús eða húshlutar sem byggð eru utan lóðar að vera vottuð samkvæmt gr. 121 í byggingarreglugerð.

7.    Ferðafélag Akureyrar, Strandgötu 23, Akureyri, sækir um leyfi fyrir skálavarðarhúsi í Laugafelli, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Opus teikni-& verkfræðistofu, dags. 09.12.2009, verk nr. 081102.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

8.    Edward Kiernan, Barmahlíð 2, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að byggja vinnustofu á lóð nr. B2 (Fífilbrekku) sem er úr jörðinni Hólshúsum II, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá AVH teiknistofu, dags. 12.03.2010.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9.    Gistihúsið Hrafnagili ehf, Hrafnagili, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir breytingum og endurbótum á eldra íbúðarhúsinu á Hrafnagili, en húsið verður notað í bændagistingu. Meðfylgjandi teikningar eru frá ívari Ragnarssyni, dags. 09.03.2010, verk nr. 10-302.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

10.    Páll Ingvarsson, Reykhúsum, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir bílgeymslu, viðbyggingu við íbúðarhúsið að Reykhúsum, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá ívari Ragnarssyni, dags. 08.03.2010, verk nr. 10-301.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

11.    Concept ehf, Munkaþverárstræti 3, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að breyta hluta af húsnæði fyrrum hjúkrunarheimilisins í Skjaldarvík í gistiheimili, samkvæmt meðfylgjandi teiknigu frá árna ólafssyni, dags. 10.03.2010, verk nr. 10-932.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

12.    Stefán Lárus Karlsson, Ytri-Bægisá II, Hörgárbyggð, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við gripahús (kálfahús/hesthús) á jörðinni Ytri-Bægisá II, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá H.S.á. teiknistofu, dags.10.03.2010, verk nr. 09-1205.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

13.    Sigurður þorgeir Karlsson Smárahlíð 5 F, Akureyri, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús á lóð nr. 4 við Hjalteyri, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá H.S.á. teiknistofu, breyting dags. 15.03.2010, verk nr. 06-1202.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.30

árni Kristjánsson        Klængur Stefánsson
Egill Bjarnason        Pálmi Laxdal
Kristján Kjartansson    Jósavin Gunnarsson
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.
Getum við bætt efni síðunnar?