Byggingarnefnd

77. fundur 14. júní 2010 kl. 11:34 - 11:34 Eldri-fundur
árið 2010, þriðjudaginn 8. júní, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 77. fundar að óseyri 2, Akureyri. Formaður, árni Kristjánsson, setti fundinn.
 
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.

1.    Kári Kárason, Laugarásvegi 49, Reykjavík, sækir um leyfi fyrir 10 fermetra garðhúsi á lóð Miðgarða 10-12 (Sólgarðar) Grenivík, samkvæmt meðfylgjandi teikningarskissu og afstöðumynd. Erindinu fylgir samþykki nágranna fyrir staðsetningu á húsinu.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

2.    PharmArctica, Lundsbraut 2, Grenivík, sækir um stöðuleyfi fyrir tveimur 20 feta gámum til viðbótar við þá gáma sem samþykktir voru 16. mars s.l. við norðurhlið Lundsbrautar 2. Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir staðsetningu á gámunum.
Sótt er um leyfi til tveggja ára meðan undirbúningur að viðbyggingu á sér stað.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en leggur áherslu á að gámarnir verði fjarlægðir þegar umbeðið leyfi rennur út.

3.    Benedikt Sveinsson, ártúni, Grýtubakkahreppi, sækir um leyfi fyrir endurinnréttingu á risi, setja tröppur frá svölum og breyta gluggum á íbúðarhúsinu í ártúni, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni-& verkfræðistofu, verk nr. 021004.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

4.    Nollur ehf, Nolli, Grýtubakkahreppi, sækir um leyfi fyrir geymsluskýli viðbygging við útihús á jörðinn Nolli, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Opus teikni-& verkfræðistofu, dags. 21.05.2010, verk nr. 090303.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

5.    Gestur Jensson, Dvergagili 16, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að flytja sumarhús frá æsustöðum, Eyjafjarðarsveit og setja niður á jörðinni Efri-Dálksstöðum, Svalbarðsstrandarhreppi. Húsið á að nota sem aðstöðuhús vegna búrekstrar, en Gestur er með jörðina á leigu. Sótt er um stöðuleyfi til tveggja ára.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en bendir umsækjanda á að samþykki vantar frá jarðeigendum og sveitarstjórn.

6.    Halldór Jóhannesson, Smáratúni 1, Salbarðseyri, sækir um leyfi fyrir að endurnýja og breyta gluggum á íbúðarhúsinu að Smáratúni 1, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Opus teikni-& verkfræðistofu dags. 20.04.2010, verk nr. 081105.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

7.    Trausti Heiðar Haraldsson, Dverghömrum 20, Reykjavík, sækir um leyfi fyrir viðbyggingum (sólstofa og stofustækkun) við sumarhúsið Heiðargerði, Mógili, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Haraldi árnasyni, dags. 10.05.2010, verk nr. 02-1210.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

8.    Guðmundur Gylfi Halldórsson, Breiðabóli, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi fyrir að rífa elsta hluta af fjósi og endurbyggja aftur að hluta, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Magnúsi Sigsteinssyni, dags. 04.05.2010, verk nr. 1020-10
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

9.    Lárus H. List Gránufélagsgötu 31, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að byggja sumarhús á lóð nr. 35 í Heiðarbyggð, Geldingsá, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teiknigu frá H.S.á. teiknistofu, dags. 19.05.2010, verk nr. 10-1201.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

10.    Hólmfríður Freysdóttir, Halllandi, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi fyrir frístundahúsi á lóð úr landi Meyjarhóls, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá ABS teiknistofu, dags. 30.04.2010.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

11.    úlfar Guðmundsson, Helgamagrastræti 10, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að byggja fjögurra íbúða orlofshús á lóð íbúðarhússins að Halllandsnesi, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Opus teikni-& verkfræðistofu, dags. 01.06.2010, verk nr. 090602.
Byggingarnefnd frestar erindinu þar sem hún telur að gluggar á herbergjum sem vísa út í yfirbyggðan gang austan við húsið samræmist ekki ákvæðum 79. gr. byggingarreglugerðar.  Einnig vantar umsagnir heilbrigðisfulltrúa og vinnueftirlits.

12.    Steinunn Aðalbjarnardóttir, Espilundi 2, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að stækka sólpall og setja niður heitan pott við sumarhúsið að Kotabyggð 9, Veigastöðum, Svalbarðsstrandarhreppi.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

13.    Bjarni Kristjánsson, Knarrarbergi, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við vélageymslu að Knarrarbergi, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Bjarna Reykjalín, dags. 18.05.2010.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

14.    Garðsbúið ehf, Garði, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir breytingum á aðstöðurými yfir mjólkurhúsi. Efri hæðin verður innréttuð til að taka á móti allt að 50 gestum sem geta fylgst með starfseminni í fjósinu. Meðfylgjandi teikning af breytingunum er frá ívari Ragnarssyni dags. 02.06.2010. verk nr. 05-501.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

15.    árni Sigurlaugsson, Villingardal, Eyjafjarðarsveit, sækir um stöðuleyfi fyrir tvo 40 feta geymslugáma, sem staðsetja á vestan við útihúsin á jörðinni Villingardal.
Byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi í 1 ár.

16.    Kristín Thorberg Hrafnagilsskóla, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir að byggja hesthús á lóð nr. 2 við Melaskjól á Melgerðismelum, samkvæmt meðfylgjandi teikningu eftir Jónas Vigfússon, dags. 6. júní 2010 verk nr. 2010.01.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

17.    Sveinn ásgeirsson, Brúnahlíð 7, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir flugskýli á lóð úr landi Melgerðis, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt teiknigu frá Mannvit verkfræðistofu, dags. 12.04.2010, verk nr. 9.731.109.    
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

18.    þorvaldur Hallsson, Dvergagili 26, Akureyri, sækir um leyfi fyrir gestahúsi á jörðinni Ysta-Gerði, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá ES teiknistofu, dags. 01.06.2010, verk nr. 10050.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

19.    B. Hreiðarsson ehf, þrastarlundi, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir breyttri notkun á útihúsum á lóð úr jörðinni Grísará í trésmíðaverkstæði og geymslu, enda eru húsin nú þegar notuð fyrir þessa starfsemi. Einnig er sótt um að byggja geymsluhúsnæði vestan við húsin. Meðfylgjandi teikningar eru undirritaðar af Jónasi Vigni Karlessyni, dags. maí 2010, verk nr. 2010-05.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

20.    Jón Pétur ólafsson, úthlíð 6, Hafnarfirði, sækir um stöðuleyfi fyrir 3-4 íbúðargáma á jörðinni Staðartungu, Hörgárbyggð. Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu. ætlunin er að hafa aðsetur í gámunum á meðan verið er að byggja nýtt íbúðarhús á jörðinni.
Byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi fyrir sitt leyti í 2 ár.

21.    Vignir Sigurðsson, Litlu-Brekku, Arnarneshreppi, sækir um leyfi fyrir að byggja reiðskemmu,  viðbygging við bogaskemmu og hesthús á jörðinni Litlu-Brekku, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá teiknistofunni Cedrus ehf, dags. 25.05.2010, verk nr. 10 011.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00

árni Kristjánsson      Klængur Stefánsson
Egill Bjarnason         Pálmi Laxdal
Kristján Kjartansson  Jósavin Gunnarsson
Getum við bætt efni síðunnar?