Félagsmálanefnd

140. fundur 04. júní 2012 kl. 12:59 - 12:59 Eldri-fundur

140 . fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 23. febrúar 2012 og hófst hann kl. 16:15.
Fundinn sátu:
Hugrún Hjörleifsdóttir, Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Snæfríð Egilson, Bryndís þórhallsdóttir, Bjarni Kristjánsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, .

 

Dagskrá:

1.  0804003 - Stefnumótun fyrir félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.
 Málinu er frestað til næsta fundar.
   

2.  1009015 - Endurskoðun á jafnréttisáætlun Eyjafjarðarsveitar
 Drög að jafnréttisáætlun liggur fyrir en vinna þarf nánar að aðgerðaráætlun.
 
   

3.  1012002 - Ráðgjafaþjónusta - endurskoðun samnings
 Félagsmálanefnd vill koma á framfæri ábendingum skólastjórnenda Hrafnagilsskóla um þörf fyrir aukna sálfræðiþjónustu.  Nefndin beinir þeim tilmælum til sveitarstjórnar að hún kanni hvernig best megi mæta þessari auknu þörf.  þá leggur nefndin til að komið verði inn í samninginn ákvæði sem felur í sér upplýsingarskyldu Akureyrarbæjar um nýtingu þjónustunnar.
   

4.  1101004 - Skólatröð 2 - félagsleg íbúð
 Fyrir fundinum lágu tvær umsóknir.  Báðir umsækjendur uppfylltu tekjuviðmið. á grunni félagslegra aðstæðna var samþykkt að gerður yrði leigusamningur til eins árs við Helgu Sól Birgisdóttur sem yrði svo endurskoðaður innan árs.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   18:25

Getum við bætt efni síðunnar?