Félagsmálanefnd

145. fundur 02. október 2012 kl. 09:21 - 09:21 Eldri-fundur

145. fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 1. október 2012 og hófst hann kl. 16:30.
Fundinn sátu:
Hugrún Hjörleifsdóttir formaður, Hafdís Hrönn Pétursdóttir aðalmaður, Snæfríð Egilson aðalmaður og Elsa Sigmundsdóttir aðalmaður.

Fundargerð ritaði:  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, formaður.

 

Dagskrá:

1.  1209035 - Könnun í tengslum við málefni aldraðra í Eyjafjarðarsveit
 ákveðið að fá iðjuþjálfanema við Háskólann á Akureyri til að kanna tómstunda- og félagsþjónustu hjá íbúum 60 ára og eldri í Eyjafjarðarsveit sem lokaverkefni þeirra til B.Sc. gráðu í iðjuþjálfunarfræðum. Gert var ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun þessa árs. Farið verður fram á að fá kostnaðaráætlun og frekari útlistun á verkefninu frá Háskólanum á Akureyri. Félagsmálanefnd mun óska eftir að fá að fylgjast með framvindu verkefnisins.
   
2.  0804003 - Stefnumótun fyrir félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.
 Jafnréttisáætlun og stefna Eyjafjarðarsveitar samþykkt og send sveitastjórn til umfjöllunar.
   
3.  1208002 - ábyrgðarsvið sveitarfélaga á framkvæmd ákveðinna verkefna í málefnum fatlaðra 2012-2014
 Lagt fram til kynningar.
   
4.  1207008 - Beiðni um afhendingu á skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála fyrir 31.10.12
 Vísað áfram til sveitastjóra sem mun svara bréfi Ingibjargar Elíasdóttur jafnréttisstýru.
   


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

Getum við bætt efni síðunnar?