Félagsmálanefnd

146. fundur 24. október 2012 kl. 12:06 - 12:06 Eldri-fundur

146. fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 23. október 2012 og hófst hann kl. 16:30.
Fundinn sátu:
Hugrún Hjörleifsdóttir formaður, Hafdís Hrönn Pétursdóttir aðalmaður, Snæfríð Egilson aðalmaður, Elsa Sigmundsdóttir aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, ritari.

 

Dagskrá:

1.  1210007 - Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra óskar eftir styrk við rekstur sumarbúða
 Nefndin leggur til að Eyjafjarðarsveit styrki sumar- og helgardvöl fatlaðra í Reykjadal um 43800 vegna sumarsins 2012 líkt og undanfarin ár.
   
2.  1209035 - Könnun í tengslum við málefni aldraðra í Eyjafjarðarsveit
 Rætt var um fyrirhugaða könnun og skrifaðir niður minnispunktar í tengslum við þær spurningar sem könnunin kemur til með að innihalda. Hafdís Hrönn Pétursdóttir og Snæfríð Egilson munu fyrir hönd nefndarinnar hitta iðjuþjálfanemana sem koma til með að framkvæma könnunina ásamt leiðbeinanda þeirra, til að fylgja eftir undirbúningi hennar.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45

Getum við bætt efni síðunnar?