Félagsmálanefnd

164. fundur 15. september 2016 kl. 16:07 - 16:07 Eldri-fundur

164. fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 15. september 2016 og hófst hann kl. 11:45.

Fundinn sátu:
Málfríður Stefanía Þórðardóttir formaður, Adda Bára Hreiðarsdóttir aðalmaður, Þórdís Rósa Sigurðardóttir aðalmaður og Erla Ormarsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Erla Ormarsdóttir.

Dagskrá:

1. 1209035 - Könnun í tengslum við málefni aldraðra í Eyjafjarðarsveit
Fjallað var um niðurstöður íbúaþings sem haldið var í Eyjafjarðarsveit í nóvember 2013. Við felum starfsmönnum skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að endurskoða úthlutunarreglur varðandi félagslegt húsnæði sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að fram fari umræða um hvort íbúðir sveitarfélagsins sem kennarar hafa nýtt til þessa gætu jafnvel nýsts sem félagslegar íbúðir í framtíðinni og að raðhúsið verði frekar nýtt fyrir eldri borgara sem eru í mikilli þjónustuþörf. Starfsfólki skrifstofu er einnig falið að móta reglur varðandi ferliþjónustu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00

Getum við bætt efni síðunnar?