Félagsmálanefnd

165. fundur 02. desember 2016 kl. 10:54 - 10:54 Eldri-fundur

165. fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 1. desember 2016 og hófst hann kl. 12:00.

Fundinn sátu:
Málfríður Stefanía Þórðardóttir formaður, Randver Karlsson aðalmaður, Adda Bára Hreiðarsdóttir aðalmaður, Hafdís Hrönn Pétursdóttir aðalmaður, Þórdís Rósa Sigurðardóttir aðalmaður og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hafdís Hrönn Pétursdóttir aðalmaður.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2017 - félagsmálanefnd - 1611044
Farið yfir fjárhagsramma málaflokksins. Nefndin leggur til við sveitastjórn að fjárhagsramminn verði lagur til grundvallar við gerð fjárhagsáætlunar.

2. Kvennaathvarf - umsókn um rekstarstyrk 2017 - 1611035
Nefndin leggur til við sveitastjórn að veittur verði rekstrarstyrkur 150.000 kr. fyrir komandi starfsár.

3. Stígamót - fjárbeiðni fyrir árið 2017 - 1610022
Beiðni um fjárstuðning frá Stígamótum. Nefndin leggur til að erindinu verði hafnað í ljósi þess að starfsemin er fyrst og fremst í öðrum landshluta.

4. Umsókn um jólaaðstoð - Samstarf Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð - 1611038
Nefndin leggur til að veittur verði styrkur til umsækjanda, 50.000 kr.

5. Könnun í tengslum við málefni aldraðra í Eyjafjarðarsveit - 1209035
Rætt um málefnið og ákveðið að hittast í upphafi næsta árs og fara ítarlega yfir niðurstöður könnunarinnar og málefni aldraðra í sveitarfélaginu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:10

 

Getum við bætt efni síðunnar?