Félagsmálanefnd

166. fundur 16. mars 2017 kl. 15:50 - 15:50 Eldri-fundur

166. fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 16. mars 2017 og hófst hann kl. 12:00.

Fundinn sátu:
Málfríður Stefanía Þórðardóttir formaður, Randver Karlsson aðalmaður, Adda Bára Hreiðarsdóttir aðalmaður, Hafdís Hrönn Pétursdóttir aðalmaður, Þórdís Rósa Sigurðardóttir aðalmaður og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hafdís Hrönn Pétursdóttir nefndarmaður.

Dagskrá:

1. Reglur um úthlutun félagslegra leiguíbúða Eyjafjarðarsveitar - 1602002
Þörf er á að endurskoða úthlutunarreglur vegna félagslegra íbúða en þær voru samþykktar árið 2003. Eftirspurn eftir leiguíbúðum hefur verið mikil undanfarið og því tilefni til að skoða reglurnar.
Lagt til að reglur um úthlutun félagslegra íbúða Eyjafjarðarsveitar verði endurskoðaðar. Sveitastjóra falið að yfirfara núverandi reglur með tilliti til þess. Greinagerð og tillögur mótaðar fyrir næsta fund.

2. Aflið-Systursamtök Stígamóta - Styrkumsókn fyrir 2017 - 1612002
Nefndin leggur til að veittur verði styrkur til Aflsins að upphæð 50.000 kr.

4. Könnun í tengslum við málefni aldraðra í Eyjafjarðarsveit - 1209035
Könnunin yfirfarin. Nefndin telur ástæðu til þess að skoða færar leiðir til þess að auka lífsgæði eldri borgara sem kjósa að halda núverandi búsetu. Nefndin vekur jafnframt athygli á málefnum aldraðra sem stækkandi málaflokki sem mikilvægt er að gaumur sé gefinn í störfum og stefnumótun sveitafélagsins. Nefndin lýsir þeirri skoðun sinni að rétt sé að kanna til hlýtar kosti og galla uppbyggingu búsetuúræða fyrir aldraða í Hrafnagilshverfi og að samráð verði haft við fulltrúa félags eldri borgara í sveitafélaginu.

5. Þjónusta við aldraða - umræður nágrannasveitarfélaga Ak. um samstarf utan lögbundinnar þjónustu - 1703017
Tekið fyrir og málin kynnt. Nefndin lýsir sig reiðubúna til að hitta fulltrúa annarra sveitafélaga verði eftir því óskað.

3. Áskorun Þroskahjálpar á sveitarfélög varðandi húsnæðisáætlanir og stofnframlög - 1612016
Fyrir síðustu áramót átti sveitarfélagið viðræður við Búsfesti húsnæðissamvinnufélag og lýsti sig reiðubúið til að koma að verkefni félagsins um uppbyggingu húsnæðissamvinnufélags.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:50

Getum við bætt efni síðunnar?