Félagsmálanefnd

167. fundur 08. nóvember 2017 kl. 15:25 - 15:25 Eldri-fundur

167. fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 8. nóvember 2017 og hófst hann kl. 12:00.

Fundinn sátu:
Málfríður Stefanía Þórðardóttir, formaður, Adda Bára Hreiðarsdóttir, aðalmaður, Hafdís Hrönn Pétursdóttir, aðalmaður, Þórdís Rósa Sigurðardóttir, aðalmaður, Stefán Árnason og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hafdís Hrönn Pétursdóttir .

Dagskrá:

1. Félagsmálanefnd - fjárhagsáætlun 2018 - 1710025
Nefndin óskar eftir fjárframlagi kr. 400.000, til að skoða mögulega nýtingu á velferðartækni. Með þessari athugasemd leggur nefndin til við sveitarstjórn að fjárhagsrammi fyrir nefndna verði samþykktur.

2. Stígamót - fjárbeiðni fyrir árið 2018 - 1710015
Beiðni um fjárstuðning frá Stígamótum. Erindinu hafnað í ljósi þess að styrkur er veittur til Aflsins sem er í heimabyggð og veitir sambærilega þjónustu.

3. Kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk 2018 - 1710019
Samþykkt var að veita Kvennaathvarfinu rekstrarstyrk kr. 150.000 fyrir komandi starfsár.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30

Getum við bætt efni síðunnar?