Félagsmálanefnd

170. fundur 23. nóvember 2018 kl. 08:38 - 08:38 Eldri-fundur

170. fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 22. nóvember 2018 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Linda Margrét Sigurðardóttir, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Adda Bára Hreiðarsdóttir, Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Rögnvaldur Guðmundsson, Stefán Árnason og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Hafdís Hrönn Pétursdóttir .

Dagskrá:

1. Endurskoðun á gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu - 1803018
Samþykkt drög að nýrri gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu og málinu vísað til sveitastjórnar.

2. Stígamót - fjárbeiðni fyrir árið 2019 - 1811004
Beiðni um fjárhagsstuðning frá Stígamótum. Erindinu hafnað í ljósi þess að styrkur er veittur til Aflsins, systursamtaka Stígamóta, sem er í heimabyggð og veitir sambærilega þjónustu.

3. Aflið-Systursamtök Stígamóta - Styrkumsókn fyrir 2019 - 1810023
Félagsmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykktur verði styrkur til Aflsins vegna ársins 2019 að fjárhæð kr. 100.000.

4. Kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk 2019 - 1810020
Félagsmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykktur verði styrkur til Kvennaathvarfsins vegna ársins 2019 að fjárhæð 100.000.

5. Fjárhagsáætlun 2019 - Félagsmálanefnd - 1810036
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að fjárhagsramma fyrir félagsmálanefnd verði samþykktur.

6. Kynning - heimasíða Eyjafjarðarsveitar - 1811003
Ný heimasíða Eyjafjarðarsveitar kynnt fyrir nefndinni.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50

Getum við bætt efni síðunnar?