Félagsmálanefnd

171. fundur 21. febrúar 2019 kl. 09:49 - 09:49 Eldri-fundur

171. fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 20. febrúar 2019 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Linda Margrét Sigurðardóttir, Adda Bára Hreiðarsdóttir, Rögnvaldur Guðmundsson, Sigríður Rósa Sigurðardóttir, Hugrún Hjörleifsdóttir og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Félagsráðgjafar skulu annast félagslega ráðgjöf, breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tekur gildi þann 1. október 2018 - 1809021
Bréf frá Félagsráðgjafafélagi Íslands lagt fram til kynningar.
Öldungaráð rætt í sömu lögum en ný lög gera ráð fyrir að þegar tvö eða fleiri sveitarfélög eiga samstarf um öldrunarþjónustu, koma þau sér saman um samsetningu öldungaráðs. Félagsmálanefnd óskar eftir því að sveitarstrjóri skoði málefni öldungaráðs og samstarfssamning við Akureyrarbæ.

2. Ferliþjónusta / ferðaþjónusta fatlaðra og aldraðra - 1705015
Félagsmálanefnd bendir á að brýnt sé orðið að fá leiðbeinandi reglur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi ferliþjónustu. Óskað er eftir því að sveitarstjóri afli frekari upplýsinga um stöðuna fyrir næsta fund nefndarinnar.
Sveitarstjóri leggur fram minnisblað varðandi mögulegar útfærslur á akstri tengdri félagsstarfssemi eldri borgara og óskar nefndin eftir við sveitarstjóra að halda áfram að útfæra möguleikana í samstarfi við félag eldriborgara.

3. Sumar- og helgardvöl fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal sumarið 2018 - Styrkumsókn - 1810032
Lagt fram til kynningar.

5. Verkefni Félagsmálanefndar - 1902012
Húsnæðisstuðningur og Fjárhagsaðstoð
Verkefni félagsmálanefdar um húsnæðisstuðning og fjárhagsaðstoð rædd. Sveitarstjóri nefnir að sveitarfélagið þurfi að setja sér samþykktir varðandi sértækan húsnæðisstuðning og óskar nefndir eftir að fá drög af slíkum samþykktum á næsta fundi.

4. Kynning á Mín líðan, fjargeðheilbrigðisþjónustu - 1811031
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25

Getum við bætt efni síðunnar?