Félagsmálanefnd

172. fundur 06. júní 2019 kl. 14:36 - 14:36 Eldri-fundur

172. fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 5. júní 2019 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Linda Margrét Sigurðardóttir, Adda Bára Hreiðarsdóttir, Rögnvaldur Guðmundsson, Sandra Einarsdóttir og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Linda Margrét Sigurðardóttir formaður.

Dagskrá:

1. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning - 1809031
Sandra Einarsdottir situr fund undir þessum lið.
Nefndin fer yfir tillögur um reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og skoðar þær í samhengi við önnur sveitarfélög.
Nefndin samþykkir að leggja fyrirliggjandi drög fyrir sveitarstjórn að undangengnum breytingum samkvæmt umræðum nefndarinnar.

2. Verkefni Félagsmálanefndar - 1902012
Félagsmálanefnd kynnir sér stöðu heimaþjónustu og félagslegra leiguíbúða í sveitarfélaginu og rekstrarstöðu málaflokksins.
Samið hefur verið við Umhuga ehf. um sumarafleysingu í heimaþjónustu meðan starfsmaður sveitarfélagsins er í sumarfríi.

3. Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun 2019 - 1903019
Félgasmálanefnd gerði drög að Jafnréttisáætlun Eyjafjarðarsveitar og framkvæmdaáætlun jafnréttismála og sendir sveitarstjórn til samþykktar.

4. Ferliþjónusta / ferðaþjónusta fatlaðra og aldraðra - 1705015
Félagsmálanefnd var upplýst um að vinna er hafin hjá Félagsmálaráðuneyti við leiðbeiningar um akstursþjónustu.

5. Félagsráðgjafar skulu annast félagslega ráðgjöf, breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tekur gildi þann 1. október 2018 - 1809021
Lagt fram til kynningar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15

Getum við bætt efni síðunnar?