Félagsmálanefnd

174. fundur 30. október 2019 kl. 16:00 - 17:05 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Linda Margrét Sigurðardóttir formaður
  • Adda Bára Hreiðarsdóttir
  • Rögnvaldur Guðmundsson
  • Hugrún Hjörleifsdóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason Skrifstofustjóri

Dagskrá:

 

1.  Fjárhagsáætlun 2020 - Félagsmálanefnd - 1910011

Fjárhagsáætlun ársins 2020. Stefán Árnason mætti og fór yfir áætlunina. Félagsmálanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu um fjárhagsramma. 

 

2.  Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun 2019 - 1903019

Farið yfir tímamörk í framkvæmdaáætlun jafnréttismála. 

Félagsmálanefnd minnir á að taka þarf saman upplýsingar um kynjahlutfall í nefndum Eyjafjarðarsveitar.

 

3.  Verkefni Félagsmálanefndar - 1902012

Farið var yfir málefni dagforeldra og barnaverndarmál.

 

4.  Stígamót - fjárbeiðni fyrir árið 2020 - 1910033

Afgreiðslu er frestað til næsta fundar.

 

5.  Kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk 2020 - 1910032

Afgreiðslu er frestað til næsta fundar. 

Félagmálanefnd samþykkir að styrkja Mæðrastyrksnefnd Akureyri um kr. 100.000.-

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05

 

Getum við bætt efni síðunnar?