Félagsmálanefnd

112. fundur 19. mars 2007 kl. 10:28 - 10:28 Eldri-fundur

112. fundur félagsmálanefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra- Laugalandi, fimmtudaginn 14. des. 2006
Mættir:Elín M. Stefánsdóttir Hugrún Hjörleifsdóttir Hulda M. Jónsdóttir og Ingjaldur Arnþórsson.

Dagskrá:
1.    Tillögur að stefnu varðandi félagslegar íbúðir í sveitarfélaginu, samkv. bókun frá sveitarstjórn.

Afgreiðsla:
1. Nefndin leggur til að leiga fari eftir fermetraverði, en gerum athugasemd við það verð sem lagt er til (590 kr) sem er hæsta verð í samanburði við sjö viðmiðunarsveitrarfélög.
því leggur nefndin til að gætt verði meðalhófs og að verðið verði ekki hærra en kr. 550 pr. fermetra.
2. Nefndin leggur til að leiguíbúðir þær sem ætlaðar eru fyrir aldraða beri lægri fermetraleigu en almennar leiguíbúðir, eða ekki hærra en kr. 400 pr. fermetra.
3. Nefndin leggur til að umsóknir um félagslegt íbúðarhúsnæði, sem ekki eru ætlaðar öldruðum, verði endurnýjaðar á eins árs fresti, þar sem forsendur leigusamningsins kunna að hafa tekið breytingum.

þar sem í sumum tilfellum kynni svo að vera að leigutekjur standi ekki undir rekstrarkostnaði viðkomandi íbúðar, leggur nefndin til að sveitarstjórn kanni möguleika á hagstæðari lánakjörum.


Fundargerð ritaði Elín M. Stefánsdóttir.

Getum við bætt efni síðunnar?