Félagsmálanefnd

120. fundur 28. maí 2008 kl. 10:43 - 10:43 Eldri-fundur
120. fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 27. maí 2008 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
ásta Pétursdóttir, Hugrún Hjörleifsdóttir, Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Hulda M Jónsdóttir,

Fundargerð ritaði: Anna Guðmundsdóttir, ritari.Dagskrá:

1. 0805017 - Sumarvinna fatlaðra 2008.
Félagsmálanefnd óskar eftir að fá nánari upplýsingar um í hverju stuðningur og eftirfylgd með vinnu er fólginn. Einnig hvort mat hafi farið fram á því hvort þessir einstaklingar þurfi báðir á þessu úrræði að halda. Samt sem áður samþykkir félagsmálanefnd erindið og felur sveitarstjóra að leita leiða til að leysa akstur annars þessara einstaklinga í samræmi við þann rétt sem honum ber skv. lögum.


2. 0805024 - Forvarnardagurinn 2007 - Niðurstöður verkefnavinnu.
Hugrún kynnti niðurstöður málþings sem haldið var um afrakstur vinnu nemenda í 9. bekkjum á öllu landinu sem lögðu fram sínar hugmyndir um forvarnir. í niðurstöðum eru ýmsar hugmyndir sem vert er að skoða ef farið verður í það að móta fjölskyldustefnu fyrir Eyjafjarðarsveit.


3. 0804003 - Stefnumótun fyrir félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.
Haldið áfram með stefnumótunarvinnu


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00
Getum við bætt efni síðunnar?